Viðskipti innlent

Play opnar úti­bú í Litháen

Þorgils Jónsson skrifar
Lággjaldaflugfélagið Play hyggst opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði.
Lággjaldaflugfélagið Play hyggst opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm

Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október.

Rekstur á ársfjórðungi var undir væntingum stjórnenda, að sögn vegna áhrifa af Covid-19, en aðrir fjárhagsliðir voru í samræmi við væntingar.

Tap fyrstu níu mánuðina 2021 var 10,8 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 2,5 milljónir dollara fyrir sama tímabil árið á undan.

Félagið segir fjárhagsstöðu Play þó sterka, með 77 milljónir dala í eigið fé, sem jafngildi 29,2% eiginfjárhlutfalli.

Play boðar sókn þar sem nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum og Evrópu verður bætt við, en áhersla verði lögð á tengiflugsleiðakerfi.

Þá opnar Play útibú í Vilníus í desember. Þar verði sinnt ýmsum stoð- og tæknihlutverkum og um 15-20 manns munu verða komin þar til starfa á næstu mánuðum.

„Nýja útibúið mun enn fremur ýta undir alþjóðlega menningu og skapa tengingar við nýja birgja, þjónustuveitendur og samstarfsaðila sem geta boðið hagkvæm og álitleg kjör,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.