Viðskipti innlent

Ólafsson nú í Baðkerinu í Seattle

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Marcus Johnson, eigandi og yfirbarþjónn Bathtub Gin & Co, blandar hanastél þar sem Ólafsson er í aðalhlutverki
Marcus Johnson, eigandi og yfirbarþjónn Bathtub Gin & Co, blandar hanastél þar sem Ólafsson er í aðalhlutverki Vísir/Aðsent

Íslenska Ólafsson ginið er nú fáanlegt á einum vinsælasta kokteilbar Seattle í Bandaríkjunum, Bathtub Gin & Co. 

Útrás Ólafsson til Bandaríkjanna hófst í haust og fæst ginið nú í sjö ríkjum vestanhafs. Framleiðandi Ólafsson er Eyland Spirits, en fyrirtækið er með skrifstofu á Granda.

Félagið er í eigu bandarískra og íslenskra fjárfesta og er Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi þar á meðal.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir:

„Viðskiptavinir eins vinsælasta kokteilbars Seattle borgar, Bathtub Gin & Co, geta nú fengið drykki sem innihalda hið íslenska Ólafsson gin. Baðkerið, gin & kó, einsog nafnið myndi útleggjast á íslensku, er einn af þekktari költstöðum þessarar stórborgar á Vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem Amazon, Boeing, Microsoft og fleiri stórfyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar.“

Þá segir að staðurinn leggi áherslu á drykki sem innihalda eðalgin frá ýmsum heimshornum. Að Ólafsson fáist nú á þessum stað, telst því góð viðurkenning fyrir ginið.

Bathup Gin & Co er á tveimur hæðum í kjallara fyrrum hótels þar sem áður var kyndisalur byggingarinnar. Inngangurinn er um viðarhurð í húsasund þar sem eina merkingin er lítið veggskilti með nafni staðarins við dyraopið.

Ólafsson ginið hefur nú fengið gullverðlaun í fimm erlendum keppnum og platínuverðlaun í einni. Þar ber hæst gullverðlaun síðastliðið vor í virtustu keppni víngeirans, San Francisco Spirits Competition, þar sem Ólafsson fékk gullverðlaun fyrir bæði bragð og umbúðir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×