Bjóða viðskiptavinum að sleppa við afgreiðslukassann Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 15:01 Íslensk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að feta inn á þá braut að láta viðskiptavini greiða fyrir vörur á annan hátt en á afgreiðslukassa. Húsasmiðjan Húsasmiðjan hefur tekið í notkun sérstakt sjálfsafgreiðsluapp þannig að viðskiptavinir geti greitt fyrir vörur um leið og þær eru skannaðar ofan í körfu í verslun. Viðskiptavinir þurfa því ekki að greiða við kassann. Ekki er langt síðan Krónan tók að feta sig inn á þessa braut þar sem viðskiptavinir geta nú í ákveðnum verslunum skannað vörur sínar og svo greitt fyrir án viðkomu á afgreiðslukassa. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að nýja appið gildi í öllum verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals. Appið hafi verið í þróun í rúmt ár og sé stór vendipunktur í stafrænni vegferð fyrirtækisins. Húsasmiðjan „Húsasmiðjuappið hjálpar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar um þúsundir vara, s.s. hvort vara er umhverfisvæn, á meðan þeir versla ásamt því að afgreiða sig sjálfir í gegnum appið með lausn sem kallast „Skanna, borga, út“ . Þannig er mögulegt að komast hratt út úr verslunum framhjá afgreiðslukössum. Húsasmiðjuappið er einnig þjónustuapp og býður m.a. upp á greiðsludreifingu til allt að 12 mánaða sem hentar við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn. Þetta er einstakt á Íslandi og þó víða væri leitað,“ segir í tilkynningunni. Appið er sagt henta fagmönnum og fólki í framkvæmdum sérstaklega vel, þar sem það bjóði viðskiptavinum upp á að geta verslað í eigin reikning og séð sín afsláttarkjör á vörum um leið og þær eru skannaðar í verslun. Byggingariðnaður Stafræn þróun Verslun Tengdar fréttir Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Ekki er langt síðan Krónan tók að feta sig inn á þessa braut þar sem viðskiptavinir geta nú í ákveðnum verslunum skannað vörur sínar og svo greitt fyrir án viðkomu á afgreiðslukassa. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að nýja appið gildi í öllum verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals. Appið hafi verið í þróun í rúmt ár og sé stór vendipunktur í stafrænni vegferð fyrirtækisins. Húsasmiðjan „Húsasmiðjuappið hjálpar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar um þúsundir vara, s.s. hvort vara er umhverfisvæn, á meðan þeir versla ásamt því að afgreiða sig sjálfir í gegnum appið með lausn sem kallast „Skanna, borga, út“ . Þannig er mögulegt að komast hratt út úr verslunum framhjá afgreiðslukössum. Húsasmiðjuappið er einnig þjónustuapp og býður m.a. upp á greiðsludreifingu til allt að 12 mánaða sem hentar við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn. Þetta er einstakt á Íslandi og þó víða væri leitað,“ segir í tilkynningunni. Appið er sagt henta fagmönnum og fólki í framkvæmdum sérstaklega vel, þar sem það bjóði viðskiptavinum upp á að geta verslað í eigin reikning og séð sín afsláttarkjör á vörum um leið og þær eru skannaðar í verslun.
Byggingariðnaður Stafræn þróun Verslun Tengdar fréttir Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01