Neytendur

Á­kvörðun verð­lags­nefndar bú­vara skilað sér í hærra verði til neyt­enda

Eiður Þór Árnason skrifar
Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana.
Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Vísir/Vilhelm

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig.

Vörukarfan lækkaði einungis í Hagkaup, eða um 0,6% og stóð í stað í Nettó. Mjólkurvörur, ostar og egg hækkuðu nokkuð mikið í öllum verslunum eða á bilinu 3,1 til 8,4%. Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði í mörgum verslunum og eins verð á sykri, súkkulaði og annarri matvöru.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) en vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis.

Þegar litið er til lágvöruverðsverslana má sjá að vörukarfan hækkaði minnst í Krónunni, 0,8% en mest í Bónus, 1,8% á meðan hún stóð í stað í Nettó, líkt og áður segir. Verð hækkaði í öllum vöruflokkum í Heimkaup nema í flokknum „önnur matvara“ sem lækkaði um 0,6%. Sá flokkur samanstendur af fiski, fitu og olíum, dósamat og þurrvöru. 

Mest hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum í Heimkaup, 6,1% en verð á drykkjarvöru, kjötvöru og brauð- og kornvöru hækkaði á bilinu 4 til 5% í versluninni. Verð hækkaði einnig í öllum vöruflokkum nema einum í Bónus en þar er það flokkur grænmetis og ávaxta sem lækkaði í verði á tímabilinu um 4,8%.

Hækkun á verði mjólkur til bænda hafði áhrif

Verð á mjólkurvörum, ostum og eggjum hækkaði nokkuð mikið á tímabilinu og í öllum verslunum. Mest hækkaði vöruflokkurinn í Iceland, 8,4% en minnst í Kjörbúðinni, 3,1%. Næst mest hækkaði vöruflokkurinn í Krónunni, 7,2% en þar á eftir kemur Bónus með 6,1% hækkun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þess má geta að verðlagsnefnd búvara tók ákvörðun fyrr á árinu um hækkun á lágmarksverði mjólkur til bænda um 3,77% og tók hækkunin gildi þann 1. apríl 2021.

Kjötvara hækkaði í verði í sex verslunum af átta og voru verðhækkanirnar á bilinu 1 til 5%. Mest hækkaði verð á kjötvöru í Kjörbúðinni, 5% og næst mest í Bónus, 4,9%. Mest lækkaði verð á kjötvöru í Krónunni, 3,2% og næst mest í Krambúðinni, 2,4%. Auk grænmetis og ávaxta er kjötvara vöruflokkur sem getur sveiflast töluvert í verði.

Verðkannanir á vörukörfunni voru gerðar 20. til 30. mars 2021 og 25. september til 3. október 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og við samsetninguna voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis.

Verðbreytingar voru skoðaðar í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Heimkaup og Krambúðinni. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef ASÍ.


Tengdar fréttir

Mat­vöru­verð lækkað síðustu mánuði

Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
5,57
15
466.479
HAGA
4,03
13
168.408
EIM
3,27
16
820.960
ICEAIR
3,12
91
366.226
SJOVA
2,73
19
125.097

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
0
15
233.274
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.