Þetta kemur fram á vef Austurfréttar en í dag er síðasti dagur útibúsins. Þar er haft eftir Sverri Berg Steinarssyni, framkvæmdastjóra Subway á Íslandi, að keðjan hafi átt mjög erfitt með að ráða starfsfólk í nokkurn tíma. Þar spili inn í takmarkað húsnæðisframboð á svæðinu.
Hann segir dæmi um að starfsmenn hafi verið sendir úr Reykjavík til að starfa á staðnum yfir sumartímann og að fólk sem sé tilbúið til að flytja austur fái ekki húsnæði. Í ofanálag hafi eigandi húsnæðisins að Miðvangi sagt upp leigusamningnum vegna fyrirhugaðra breytinga.
Fréttin hefur verið uppfærð.