Viðskipti innlent

Subway yfir­gefur Egils­staði

Eiður Þór Árnason skrifar
Eftir standa sautján veitingastaðir Subway víða um land.
Eftir standa sautján veitingastaðir Subway víða um land. Getty/Justin Sullivan

Ákveðið hefur verið að loka veitingastað Subway á Egilsstöðum eftir rúmlega tíu ára starfsemi og fer nú hver að verða síðastur til að fá sér Bræðing í Miðvangi.

Þetta kemur fram á vef Austurfréttar en í dag er síðasti dagur útibúsins. Þar er haft eftir Sverri Berg Steinarssyni, framkvæmdastjóra Subway á Íslandi, að keðjan hafi átt mjög erfitt með að ráða starfsfólk í nokkurn tíma. Þar spili inn í takmarkað húsnæðisframboð á svæðinu.

Hann segir dæmi um að starfsmenn hafi verið sendir úr Reykjavík til að starfa á staðnum yfir sumartímann og að fólk sem sé tilbúið til að flytja austur fái ekki húsnæði. Í ofanálag hafi eigandi húsnæðisins að Miðvangi sagt upp leigusamningnum vegna fyrirhugaðra breytinga.

Fréttin hefur verið uppfærð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×