Ben Simmons kom öllum á óvörum með því að mæta í vinnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 16:31 Samherjarnir Ben Simmons og Joel Embiid geta vonandi fundið góða lausn og spilað aftur saman. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Nú lítur allt í einu út fyrir það að Ben Simmons muni eftir allt saman spila með Philadelphia 76ers liðinu í NBA deildinni í körfubolta í vetur. Simmons var mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli eftir ófarir 76ers liðsins í síðustu úrslitakeppni og hótaði því að spila aldrei aftur fyrir félagið. Sixers All-Star Ben Simmons has arrived in Philadelphia and took a Covid-19 test -- as required by NBA protocol, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 12, 2021 Það var sérstök hótun því Simmons á enn eftir fjögur ár af samningi sínum við 76ers og hann á að fá fyrir þau 147 milljónir dollara eða meira en nítján milljarða íslenskra króna. Simmons vildi Philadelphia skipti honum til annars félags í NBA deildinni. Simmons hafði lokað á öll samskipti við bæði forráðamenn og liðsfélaga hjá Philadelphia 76ers á haustmánuðum en félaginu gekk á sama tíma ekkert að finna ásættanleg leikmannaskipti. Ben Simmons er stjörnubakvörður sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann lækkaði reyndar í öllum þeim tölfræðiþáttum frá því á tímabilinu á undan. Hann er frábær varnarmaður og leikstjórnandi en skelfilegur skotmaður sem hefur orðið stórt vandamál þegar leikirnir verða mikilvægari í úrslitakeppninni. Um helgina fór það að leka út að Simmons væri að endurskoða afstöðu sína og í gærkvöldi mætti hann síðan óvænt í vinnuna. Philadelphia 76ers var þá að spila æfingaleik á móti Brooklyn Nets sem liðið vann 115-104. Ben Simmons and the 76ers have made progress on a resolution to bring him back to the team, per @wojespnPhiladelphia will still survey the league to trade him. pic.twitter.com/8elu8vN5gI— Bleacher Report (@BleacherReport) October 11, 2021 Simmons mætti í höllina rétt fyrir leik eftir flug frá Los Angeles og hóf endurkomuferlið sem hann þarf að fara gegnum vegna kórónuveirunnar. Simmons hafði þegar sleppt öllum æfingabúðum liðsins sem hafði þegar kostað hann yfir eina milljón dollara í sektir eða meira en 130 milljónir íslenskra króna. Það er samt ekki vitað hvað tekur við en í það minnsta geta aðilar byrjað að tala aftur saman og það er alltaf stórt skref í rétt átt. Simmons hefur látið sína skoðun skýrt í ljós en tekur vonandi sönsum og fer að mæta reglulega í vinnuna sína. The Sixers finding out Ben Simmons has returned to Philly from the text Hey, Ben is outside the building is laugh out loud funny. pic.twitter.com/GgsoEpYfKq— Barstool Philly (@BarstoolPhilly) October 12, 2021 NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Simmons var mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli eftir ófarir 76ers liðsins í síðustu úrslitakeppni og hótaði því að spila aldrei aftur fyrir félagið. Sixers All-Star Ben Simmons has arrived in Philadelphia and took a Covid-19 test -- as required by NBA protocol, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 12, 2021 Það var sérstök hótun því Simmons á enn eftir fjögur ár af samningi sínum við 76ers og hann á að fá fyrir þau 147 milljónir dollara eða meira en nítján milljarða íslenskra króna. Simmons vildi Philadelphia skipti honum til annars félags í NBA deildinni. Simmons hafði lokað á öll samskipti við bæði forráðamenn og liðsfélaga hjá Philadelphia 76ers á haustmánuðum en félaginu gekk á sama tíma ekkert að finna ásættanleg leikmannaskipti. Ben Simmons er stjörnubakvörður sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann lækkaði reyndar í öllum þeim tölfræðiþáttum frá því á tímabilinu á undan. Hann er frábær varnarmaður og leikstjórnandi en skelfilegur skotmaður sem hefur orðið stórt vandamál þegar leikirnir verða mikilvægari í úrslitakeppninni. Um helgina fór það að leka út að Simmons væri að endurskoða afstöðu sína og í gærkvöldi mætti hann síðan óvænt í vinnuna. Philadelphia 76ers var þá að spila æfingaleik á móti Brooklyn Nets sem liðið vann 115-104. Ben Simmons and the 76ers have made progress on a resolution to bring him back to the team, per @wojespnPhiladelphia will still survey the league to trade him. pic.twitter.com/8elu8vN5gI— Bleacher Report (@BleacherReport) October 11, 2021 Simmons mætti í höllina rétt fyrir leik eftir flug frá Los Angeles og hóf endurkomuferlið sem hann þarf að fara gegnum vegna kórónuveirunnar. Simmons hafði þegar sleppt öllum æfingabúðum liðsins sem hafði þegar kostað hann yfir eina milljón dollara í sektir eða meira en 130 milljónir íslenskra króna. Það er samt ekki vitað hvað tekur við en í það minnsta geta aðilar byrjað að tala aftur saman og það er alltaf stórt skref í rétt átt. Simmons hefur látið sína skoðun skýrt í ljós en tekur vonandi sönsum og fer að mæta reglulega í vinnuna sína. The Sixers finding out Ben Simmons has returned to Philly from the text Hey, Ben is outside the building is laugh out loud funny. pic.twitter.com/GgsoEpYfKq— Barstool Philly (@BarstoolPhilly) October 12, 2021
NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira