Lemgo komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur á Val Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:31 Lemgo er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Martin Rose/Getty Images Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir sex marka sigur á Val ytra í kvöld, lokatölur 27-21. Bjarki Már lék ekki með Lemgo í kvöld vegna meiðsla. Lemgo leiddi eftir fyrri leik liðanna en aðeins munaði einu marki á liðunum er þau mættust að Hlíðarenda, lokatölur þá 27-26. Leikur kvöldsins þróaðist nokkuð svipað en mjótt var á munum allt þangað til flautað var til hálfleiks, þá var staðan jöfn 11-11 og allt í járnum. Valsmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en heimamenn rönkuðu við sér. Þeir komust svo yfir, 16-15, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það náðu heimamenn öllum völdum á vellinum og voru komnir fimm mörkum yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Reyndist það banabiti Valsmanna í kvöld en Lemgo vann leikinn á endanum með sex mörkum, 27-21, og þar með einvígið 54-47. Gruppenphase European League. Here we come!#tbvlemgolippe #ehfel #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/1McH0YCo3A— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) September 28, 2021 Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk, þar á eftir kom Jonathan Carlsbogard með fimm. Þá varði Peter Johannesson 12 skot í marki heimamanna. Hjá Valsmönnum var Þorgils Svölu Baldursson markahæstur með fjögur mörk, þar á eftir komu Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki gestanna. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59 Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57 Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01 Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Lemgo leiddi eftir fyrri leik liðanna en aðeins munaði einu marki á liðunum er þau mættust að Hlíðarenda, lokatölur þá 27-26. Leikur kvöldsins þróaðist nokkuð svipað en mjótt var á munum allt þangað til flautað var til hálfleiks, þá var staðan jöfn 11-11 og allt í járnum. Valsmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en heimamenn rönkuðu við sér. Þeir komust svo yfir, 16-15, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það náðu heimamenn öllum völdum á vellinum og voru komnir fimm mörkum yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Reyndist það banabiti Valsmanna í kvöld en Lemgo vann leikinn á endanum með sex mörkum, 27-21, og þar með einvígið 54-47. Gruppenphase European League. Here we come!#tbvlemgolippe #ehfel #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/1McH0YCo3A— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) September 28, 2021 Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk, þar á eftir kom Jonathan Carlsbogard með fimm. Þá varði Peter Johannesson 12 skot í marki heimamanna. Hjá Valsmönnum var Þorgils Svölu Baldursson markahæstur með fjögur mörk, þar á eftir komu Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki gestanna.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59 Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57 Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01 Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59
Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57
Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01
Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26