Innlent

Að minnsta kosti fjórir smitaðir í Seljaskóla og 70 sendir í sóttkví

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hópsmit virðist komið upp í Seljaskóla.
Hópsmit virðist komið upp í Seljaskóla.

Fleiri en fjórir hafa greinst með Covid-19 í Seljaskóla og allur 6. bekkur hefur verið í sóttkví frá því á föstudag. Bára Birgisdóttir skólastjóri segist hafa staðfestar fregnir um fjögur smit frá smitrakningarteymi almannavarna en hún hafi heyrt af fleiri smitum.

Bára vill ekki gefa upp hvort um er að ræða nemendur og/eða kennara en samkvæmt heimildum Vísis hefur að minnsta kosti einn kennari greinst og eitt foreldri.

Allir kennarar 6. bekkjar og fleiri starfsmenn tengdir árganginum voru sendir í sóttkví. Að nemendum meðtöldum er um að ræða í kringum 70 einstaklinga. Þá voru fleiri settir í smitgát en þeir hafa allir lokið skimun.

Sóttkví 6. bekkjar lýkur á föstudag þegar hópurinn fer í Covid-próf.

Að sögn Báru hefur þess verið freistað að halda úti kennslu á netinu; nemendur „mæta“ kl. 9.15 og læra í um klukkustund og þá sé þeim veittur tími til að spyrja spurninga og eiga samræður við kennara. Þau séu einnig með heimaverkefni í íslensku og stærðfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×