Makamál

Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Íþróttakennarinn og gleðigjafinn Ása Fönn frá Hauganesi stal svo sannarlega senunni í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið á Stöð 2 síðasta föstudag. 
Íþróttakennarinn og gleðigjafinn Ása Fönn frá Hauganesi stal svo sannarlega senunni í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið á Stöð 2 síðasta föstudag. 

Í þriðja þætti Fyrsta bliksins sem sýndur var á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld voru tvö pör leidd saman á blind stefnumót. Annað paranna voru þau Ása Fönn og Magnús Helgi. 

Magnús Helgi Hjálmarsson er 63 ára gamall og búsettur í Reykjavík.Skjáskot

Hinn einlægi Magnús Helgi er vélstjóri ættaður úr Húnavatnssýslu en þaðan á Ása Fönn einnig ættir sínar að rekja.

Magnús og Ása Fönn eru kannski ólík en hafa bæði þurft að takast á við lífsins þrautir í gegnum tíðina og eiga það sameiginlegt að...

Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert)

Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér.

...vera full einlægni og heillast fyrst og fremst af heiðarleika og góðmennsku. 

Ása Fönn Friðbjarnardóttir starfar sem íþróttakennir og nuddari. Ása mætti á stefnumótið færandi hendi með blómvönd og súkkulaði. Skjáskot

Það er misjafnt hversu sjálfsöruggt fólk er þegar það mætir á stefnumót og hvað þá blint stefnumót, í sjónvarpsþætti. 

Það er engum blöðum um það að fletta að drottning norðursins, eins og hún er kölluð í þættinum, átti stjörnuinnkomu á veitingastaðinn Monkeys þar sem hún mætti til leiks full sjálfstrausts, geislandi og rauðklædd frá toppi til táar að ógleymdum blómvendinum. 

Svona á að gera þetta. 

Ása Fönn hefur ekki verið í sambandi í nokkur ár og segist núna loksins tilbúin til þess að finna ástina og vera tilbúin til þess að verða uppgötvuð. 

Eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan er svo sannarlega kominn tími til að uppgötva þessa stórglæsilegu og skemmtilegu konu. 

Klippa: Fyrsta blikið - Ef ég fer heim með þér fæ ég allavega súkkulaði

Þó svo að stefnumót Magnúsar og Ásu hafi byrjað á rósum og súkkulaði þá entist rómantíkin ekki út stefnumótið, eins og gengur og gerist. 

Stundum smellur eitthvað og stundum bara alls ekki, en bæði voru þau Magnús og Ása glöð að hafa stigið út fyrir þægindarammann sinn og verið með í þessu ævintýri. 

Í dag er Magnús Helgi búinn að finna ástina en ævintýrakonan Ása Fönn bíður ennþá eftir að örvar amors hitti hana í mark á Hauganesi og hún verði loksins uppgötvuð. 

Öll stefnumót þáttarins voru tekin upp á nýjum veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur sem heitir Monkeys.

Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins.

Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. 

Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. 

Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.


Tengdar fréttir

Fyrsta blikið: „Þess vegna sæki ég alltaf um smálán“

Flest fyrstu stefnumót byrja á smá stressi og hnúti í maga og getur fólki reynst miserfitt að brjóta ísinn. Í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta bliksins mátti sjá ísbrjóta sem ættu að fá flesta til að skella upp úr. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.