Makamál

Sjáðu pörin sem fara á stefnumót í kvöld

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Í stefnumóta- og raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2 eru fjórir einstaklingar leiddir saman á blind stefnumót.
Í stefnumóta- og raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2 eru fjórir einstaklingar leiddir saman á blind stefnumót. Skjáskot

Áhorfendur Stöðvar 2 geta búið sig undir áhugaverð, skemmtileg og lífleg stefnumót í raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið í kvöld. 

Þriðji þáttur Fyrsta bliksins verður sýndur á Stöð 2 klukkan 18:55 en í þættinum munu áhorfendur fá að kynnast fjórum einstaklingum og fylgja þeim á blind stefnumót.

 Par 1

Háskólaneminn og húmoristinn Jón Ingvi hittir fyrir nafna sinn, gleðigjafann og leikskólaleiðbeinandann Jón Foss. 

Jón Ingvi Ingimundarson er 22 ára Akureyringur. Hann stundar nám í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands.  Jón Foss Guðmundsson er 24 ára og býr í Hafnarfirði. Jón er mikill tungumálamaður og starfar í dag á leikskóla. Skjáskot

Fyrir utan það að heita sama nafni þá eiga þeir Jón og Jón ýmislegt sameiginlegt en samkvæmt aðstandendum þeirra eru þeir báðir miklir grínarar sem elska að hlæja og taka lífinu ekki of alvarlega.  

Par 2

Ævintýrakonan og íþróttakennarinn Ása Fönn var pöruð við einlæga vélstjórann hann Magnús.  

Magnús Helgi Hjálmarsson er 63 ára vélstjóri búsettur í Reykjavík.  Ása Fönn Friðbjarnardóttir er 54 ára íþróttakennari og ævintýrakona búsett á Hauganesi. Skjáskot

Ása og Magnús eru bæði ættuð úr Húnavatnssýslunni og í leit að lífsförunaut. Aðspurð um þá eiginleika sem þau heillast af þá eiga þau það sameiginlegt að einlægi og heiðarleiki voru þar efst á lista. 

Hvort að þau nái að heilla hvort annað í kvöld, mun svo koma í ljós. 

Klippa: Fyrsta blikið - Þriðji þáttur sýnishorn

Í þáttunum hittast pörin á glæsilegum nýjum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur sem heitir Monkeys. 

Það getur verið stressandi og stundum svolítið snúið að hitta bláókunnuga manneskju í fyrsta skipti og því skipta umhverfi og aðstæður þar miklu máli. 

Þegar tökur stóðu yfir á þáttunum var veitingastaðurinn ekki formlega búinn að opna og framkvæmdir og hönnun staðarins því ekki full lokið. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af staðnum eftir breytingar. 

Öll stefnumót þáttarins fara fram á nýjum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur.
Í kvöld munum við kynnast fjórum einstaklingum og fá að fylgja þeim á blind stefnumót á veitigastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. 

Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins.

Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. 

Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. 

Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.

Glæsilegt og rómantískt andrúmsloft á veitingastaðnum Monkeys. 

Tengdar fréttir

Þetta eru pörin sem fara á blind stefnumót í kvöld

Þeir fjórir einstaklingar sem leiddir eru saman á blind stefnumót í öðrum þætti Fyrsta bliksins á Stöð 2 eiga ýmislegt sameiginlegt. Öll eru þau utan að landi, finnst gaman að skemmta sér, skála og syngja. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×