Halldóra Þorsteinsdóttir lektor við lagadeild HR og Andrés Jónsson almannatengill.Vísir/Vilhelm
Viðbrögð við krísum á samfélagsmiðlum verða til umræðu í málstofu í Háskólans í Reykjavík í hádeginu í dag. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 13.
Andrés Jónsson almannatengill og Halldóra Þorsteinsdóttir, dómari og lektor við lagadeild HR, munu þar fjalla um viðbrögð í krísum og hvernig lagaumhverfið horfir við slíkum aðstæðum, meðal annars út frá tjáningarfrelsi og æruvernd.
Opni háskólinn stendur fyrir málstofunni í samstarfi við viðskiptadeild HR. Málstofan er haldin í HR en einnig er hægt að fylgjast með henni í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Uppfært: Útsendingu er lokið en upptöku má sjá í tveimur bútum hér að neðan.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.