Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kosninga­fundur Sam­taka iðnaðarins

Atli Ísleifsson skrifar
Fulltrúar níu stjórnmálaflokka verða á fundinum, þar af nokkrir formenn.
Fulltrúar níu stjórnmálaflokka verða á fundinum, þar af nokkrir formenn.

Samtök iðnaðarins standa fyrir sérstökum kosningafundi með forystufólki stjórnmálaflokkanna í Hörpu í dag. Með fundinum vonast samtökin til að leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust séu fyrir samkeppnishæfni landsins.

Fundurinn hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 15 og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu frá SI segir að samtökin hafi gefið út nýja greiningu um niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda iðnfyrirtækja þar sem meðal annars ­komi fram að 98 prósent þeirra vilji að næsta ríkisstjórn leggi mikla áherslu á stöðugleika í starfsumhverfi fyrirtækja.

„Í upphafi nýs kjörtímabils verða teknar ákvarðanir sem ráða miklu um efnahagslega framtíð Íslands. Miklu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til umbóta á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samtök iðnaðarins hafa lagt fram 33 tillögur til umbóta og verða þær til umræðu auk þess sem kastljósinu verður beint að þeim tækifærum sem grípa þarf til að auka útflutningstekjur þjóðarbúsins,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Dagskrá fundarins:

Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður SI

Samtal við forystufólk flokkanna – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum með þátttöku eftirtaldra:

  • Flokkur fólksins – Inga Sæland
  • Framsóknarflokkur – Willum Þór Þórsson
  • Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  • Píratar – Björn Leví Gunnarsson
  • Samfylking – Kristrún Frostadóttir
  • Sjálfstæðisflokkur – Bjarni Benediktsson
  • Sósíalistaflokkurinn – Gunnar Smári Egilsson
  • VG – Katrín Jakobsdóttir
  • Viðreisn – Daði Már Kristófersson
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
1,77
10
179.660
REITIR
0,62
22
282.936
SJOVA
0,51
7
3.720
HAGA
0
7
31.270
FESTI
0
8
204.526

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,67
14
112.620
KVIKA
-1,85
40
293.558
ICESEA
-1,82
8
56.406
ICEAIR
-1,73
84
122.105
EIK
-1,6
7
50.703
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.