Neytendur

Allir bankarnir búnir að kynna vaxta­hækkanir

Eiður Þór Árnason skrifar
Stóru viðskiptabankarnir hafa kynnt vaxtaákvarðanir sínar. 
Stóru viðskiptabankarnir hafa kynnt vaxtaákvarðanir sínar.  Vísir

Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir.

Vaxtabreytingin kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands sem hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 25. ágúst. Samhliða breytingum á útlánsvöxtum hækka vextir sparnaðarreikninga hjá Íslandsbanka um 0,15 til 0,25 prósentustig.

Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig.

Einnig hækka breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga um 0,20 prósentustig. Allar vaxtabreytingarnar taka gildi á morgun, 7. september.

Arion banki eini bankinn sem hækkar vexti á lánum með föstum vöxtum

Íslandsbanki er síðasti viðskiptabankinn til að kynna vaxtahækkanir í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans.

Landsbankinn reið á vaðið þann 31. ágúst og kynnti 0,20 prósentustiga hækkun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Vextir á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum með föstum vöxtum haldast óbreyttir en vextir á sparireikningum hækka um 0,20 til 0,25 prósentustig.

Tveimur dögum síðar greindi Arion banki frá því að hann hygðist hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,20 prósentustig og vexti nýrra lána með óverðtryggðum föstum vöxtum til þriggja ára um 0,14 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hjá Arion banka hækka um allt að 0,25 prósentustig.

Minna um vaxtabreytingar hjá lífeyrissjóðum

Þann 1. september síðastliðinn hækkaði Brú lífeyrissjóður breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig og fasta vexti um 0,30 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir vextir á veðtryggðum lánum um 0,10 prósentustig. 

Á sama tíma lækkaði Festa lífeyrissjóður fasta vexti verðtrygðgðra sjóðsfélagalána um 0,30 prósentustig um síðustu mánaðarmót. Engir aðrir lífeyrissjóðir hafa kynnt nýlegar vaxtabreytingar á heimasíðum sínum. 

Bera má saman vaxtakjör banka og lífeyrissjóða á vef Aurbjargar.


Tengdar fréttir

Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir

Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir.

Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum

Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,82
19
670.520
MAREL
1,72
88
883.907
EIM
1,33
9
58.796
ICEAIR
1,1
118
837.465
ISB
0,96
66
237.933

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,27
13
21.740
EIK
-0,81
3
717
BRIM
-0,68
9
151.875
SJOVA
-0,51
10
48.526
HAGA
-0,39
12
340.369
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.