Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 18:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. Í hádeginu höfðu um þrjú hundruð manns skráð sig til þess að stefna bönknunum á síðunni vaxtamálið.is sem var opnuð í morgun. Formaður Neytendasamtakanna telur skilmála lána með breytilegum vöxtum ólögmæta þar sem vaxtabreytingar byggi á huglægum mælikvörðum. „En dómar hafa fallið á þann veg að ef það eru svona einhliða skilmálar um að það megi breyta vöxtum, þá verði það að vera mjög skýrt og hlutlægir mælikvarðar sem sé hægt að sannreyna bæði fyrir fram og eftir á,“ segir Breki Karlsson. Hann telur bankana þannig geta byggt ákvarðanir á geðþótta og nefnir sem dæmi hækkanir með tilliti til rekstrarafkomu banka. „Þetta er í rauninni eitthvað sem bankinn getur ákvarðað. Endurnýjað tölvukostinn eða fjárfest vitlaust í stórum fjárfestingum. Og þá getur hann, miðað við þennan skilmála, dömpað þeim kostnaði á lántakanda og það er ekki í boði.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir bankana hafa talið upplýsingar um lánaskilmála skýrar. „Og það eru gefnar mjög góðar upplýsingar, en spurningin er bara hvort þær séu nægjanlegar,“ segir Katrín og bætir við að það sé hlutverk dómstóla að úrskurða um það nái málið svo langt. Lán með breytilegum vöxtum eru stór hluti lánasafns heimilanna og hvert prósentustig í vöxtum vegur þungt í greiðslubyrði. Katrín segir ómögulegt að segja til um mögulegar endurgreiðslur vegna ofgreiddra vaxta og vísar til þess að vaxtabreytingar síðustu misseri hafi verið til lækkunar. „Það er mjög erfitt að sjá í stóru myndinni hvert tjón neytandas er og hvert umfangið er og hvort það sé tjón yfir höfuð. Það er algjörlega óljóst.“ Íslenskir bankar Neytendur Efnahagsmál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í hádeginu höfðu um þrjú hundruð manns skráð sig til þess að stefna bönknunum á síðunni vaxtamálið.is sem var opnuð í morgun. Formaður Neytendasamtakanna telur skilmála lána með breytilegum vöxtum ólögmæta þar sem vaxtabreytingar byggi á huglægum mælikvörðum. „En dómar hafa fallið á þann veg að ef það eru svona einhliða skilmálar um að það megi breyta vöxtum, þá verði það að vera mjög skýrt og hlutlægir mælikvarðar sem sé hægt að sannreyna bæði fyrir fram og eftir á,“ segir Breki Karlsson. Hann telur bankana þannig geta byggt ákvarðanir á geðþótta og nefnir sem dæmi hækkanir með tilliti til rekstrarafkomu banka. „Þetta er í rauninni eitthvað sem bankinn getur ákvarðað. Endurnýjað tölvukostinn eða fjárfest vitlaust í stórum fjárfestingum. Og þá getur hann, miðað við þennan skilmála, dömpað þeim kostnaði á lántakanda og það er ekki í boði.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir bankana hafa talið upplýsingar um lánaskilmála skýrar. „Og það eru gefnar mjög góðar upplýsingar, en spurningin er bara hvort þær séu nægjanlegar,“ segir Katrín og bætir við að það sé hlutverk dómstóla að úrskurða um það nái málið svo langt. Lán með breytilegum vöxtum eru stór hluti lánasafns heimilanna og hvert prósentustig í vöxtum vegur þungt í greiðslubyrði. Katrín segir ómögulegt að segja til um mögulegar endurgreiðslur vegna ofgreiddra vaxta og vísar til þess að vaxtabreytingar síðustu misseri hafi verið til lækkunar. „Það er mjög erfitt að sjá í stóru myndinni hvert tjón neytandas er og hvert umfangið er og hvort það sé tjón yfir höfuð. Það er algjörlega óljóst.“
Íslenskir bankar Neytendur Efnahagsmál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira