Skoðun

269

Daði Már Kristófersson skrifar

Ísland er lítið land. Smæðin er oft skyrkur. Hún leiðir til stuttra boðleiða og getu til að bregðast hratt við áskorunum. Þessi kostur íslensks samfélags hefur t.d. orðið áberandi í baráttunni við heimsfaraldur COVID. Kerfum er skellt upp á methraða. Hlutunum reddað.

Það kemur því alltaf dálítið á óvart þegar við setjum upp kerfi með óþarfa flækjustigi sem beinlínis takmarkar þennan styrkleika. Þegar við vísvitandi leggjum stein í okkar eigin götu. Dæmin um það eru fjölmörg. Leyfisveitingaferli þar sem umsóknir um skynsamleg verkefni velkjast árum saman. Óþörf flækjustig í samskiptum borgaranna við ríkið.

Eitt skrítnasta dæmið er fjöldi opinberra gjalddaga á Íslandi. Víðast hvar í nágrannalöndunum eru gjalddagar opinberra gjalda 12, einn í hverjum mánuði. Á Íslandi eru þeir 269. Sjálfstæðir gjalddagar fyrir ólík gjöld sem öll á endanum renna til ríkisins. Hver var pæling ríkisstjórna fortíðarinnar þegar þær ákváðu þetta? Er ekki komin tími á að við einföldum Ísland?

Höfundur er varaformaður Viðreisnar. 




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×