Meðallaun hækkað um 204 prósent frá árinu 2000 Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Meiri sveiflur eru í launaþróun hér á landi en annars staðar sé þróunin mæld á föstu verðlagi og í sama gjaldmiðli. Vísir/vilhelm Meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum á árunum 2000 til 2020 samkvæmt tölum OECD. Það er mun meiri hækkun en í nálægum löndum en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil. Vinnumarkaður Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil.
Vinnumarkaður Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira