Viðskipti

Tekur við sem banka­stjóri Blá­bankans á Þing­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Birta Bjargardóttir.
Birta Bjargardóttir. Blábankinn

Stjórn Blábankans hefur ráðið Birtu Bjargardóttur sem næsta bankastjóra Blábankans á Þingeyri.

Í tilkynningu kemur fram að Birta hafi fjölbreytta reynslu af verkefnastjórnun, viðburðastjórnun og upplýsingamiðlun. Hún hafi meðal annars starfað með umhverfissamtökum, sem forstöðumaður upplýsingadeildar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sérfræðingur hjá Warner Bros í London, markþjálfi, sérfræðingur fyrir breska utanríkisráðuneytið og stofnað og rekið eigið fyrirtæki á sviði heilsumarkþjálfunar.

Birta er með BSc gráðu í dýrafræði og mastersgráðu í vísinda- og menningarmiðlun.

„Blábankinn á Þingeyri er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2017 þegar Landsbankinn hætti starfsemi á Þingeyri og bauð húsnæðið til starfseminnar. Stofnaðilar voru einkaaðilar, Ísafjarðarbær og sveitarstjórnarráðuneytið. Nýlega var fjármögnun Blábankans út árið 2024 tryggð með samningum við Arctic Fish, Ísafjarðarbæ og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

Markmið Blábankans er að skapa alþjóðlegan vettvang fyrir nýsköpun og sjálfbærni og auka lífsgæði fólks á Þingeyri,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×