Spurning vikunnar: Eigið þú og maki þinn „ykkar“ lag? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2021 08:24 Hvaða lag kemur upp í hugann þegar þú kynntist ástinni þinni? Getty Mannstu hvar þið voruð þegar þið kysstust fyrst? Mannstu fyrstu sættirnar eftir fyrsta heimskulega rifrildið? Mannstu hvaða mynd þið horfðuð á saman í fyrsta skipti eða hverju þú klæddist á fyrsta stefnumótinu? Allar þessar minningar. Hvort sem að ástarsambandið á sér langa sögu eða stutta er flestum pörum dýrmætt að muna þessar stundir og rifja upp öðru hverju. Það getur verið misjafnt hvaða kallar fram hjá okkur minningar. Stundum er það eitthvað umræðuefni, gamlar myndir, manneskjur úr fortíðinni, einhverjir ákveðnir staðir, ákveðin lykt og svo er það auðvitað tónlistin. Sum pör tengja eitthvað ákveðið lag við minningar eða dýrmæt kaflaskil í sambandinu og kalla það „lagið sitt“, á meðan önnur pör ákveða jafnvel að eitthvað lag sé „lagið þeirra.“ Svo eru það enn önnur sem fussa og sveia yfir þessari óþarfa væmni og vitleysu. Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Eigið þú og maki þinn „ykkar lag?“ Talandi um ástarlög... Hér fyrir neðan er hægt að nálgast nokkra Spotify lagalista Makamála tengda ástinni, ef ske kynni að einhverir ástarfuglar eru enn í leit að laginu sínu. Íslensk ástarlög Sexí listinn Ástarsorg Íslensk útileguást Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Rósa vill unaðsbyltingu:„Sjálfsfróun er hugleiðsla sjálfsástarinnar“ Makamál Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú byrjað aftur með fyrrverandi? Makamál Spurning vikunnar: Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og maki þinn? Makamál Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál
Allar þessar minningar. Hvort sem að ástarsambandið á sér langa sögu eða stutta er flestum pörum dýrmætt að muna þessar stundir og rifja upp öðru hverju. Það getur verið misjafnt hvaða kallar fram hjá okkur minningar. Stundum er það eitthvað umræðuefni, gamlar myndir, manneskjur úr fortíðinni, einhverjir ákveðnir staðir, ákveðin lykt og svo er það auðvitað tónlistin. Sum pör tengja eitthvað ákveðið lag við minningar eða dýrmæt kaflaskil í sambandinu og kalla það „lagið sitt“, á meðan önnur pör ákveða jafnvel að eitthvað lag sé „lagið þeirra.“ Svo eru það enn önnur sem fussa og sveia yfir þessari óþarfa væmni og vitleysu. Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Eigið þú og maki þinn „ykkar lag?“ Talandi um ástarlög... Hér fyrir neðan er hægt að nálgast nokkra Spotify lagalista Makamála tengda ástinni, ef ske kynni að einhverir ástarfuglar eru enn í leit að laginu sínu. Íslensk ástarlög Sexí listinn Ástarsorg Íslensk útileguást Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Rósa vill unaðsbyltingu:„Sjálfsfróun er hugleiðsla sjálfsástarinnar“ Makamál Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú byrjað aftur með fyrrverandi? Makamál Spurning vikunnar: Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og maki þinn? Makamál Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál