Viðskipti innlent

Hyggst snið­ganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna

Eiður Þór Árnason skrifar
Ragnar Bragason ætlar ekki út að leika með Play. 
Ragnar Bragason ætlar ekki út að leika með Play.  Vísir - Eydís Björk Guðmundsdóttir

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða.

Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni.

Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur.

Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. 

Enduðu á að kaupa nýja flugmiða

„Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag.

Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi.

„Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki.

Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“

Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.