NBA dagsins: Gömlu hetjurnar mættu og sáu Hirtina jafna úrslitaeinvígið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 15:01 Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson veifa til áhorfenda á leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í Fiserv Forum í nótt. getty/Stacy Revere Leikmenn úr eina meistaraliði Milwaukee Bucks fylgdust með gamla liðinu sínu vinna Phoenix Suns í nótt, 109-103, og jafna þar með metin í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn. Khris Middleton skoraði fjörutíu stig í leiknum í nótt, þar af tíu stig í röð undir lok leiks. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar fyrir Milwaukee sem vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21. Milwaukee hefur unnið tvo leiki í röð eftir að Phoenix komst í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram í Phoenix aðfaranótt sunnudags. Klippa: NBA dagsins: 15. júlí Þetta er aðeins í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan 1974 sem Milwaukee er í úrslitum NBA. Hirtirnir urðu meistarar 1971 og töpuðu svo fyrir Boston Celtics í oddaleik í úrslitunum þremur árum seinna. Aðalmennirnir í liði Milwaukee á þessum gullaldarárum voru mættir í Fiserv Forum höllina í nótt og fylgdust með gamla liðinu sínu. Þetta voru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob Dandridge. Þeir tveir fyrstnefndu sátu saman og fengu veglegt lófaklapp þegar þeir voru kynntir í fyrri hálfleik. Treyjur þremenninganna (nr. 1, 10 og 33) hanga uppi í rjáfri í Fiserv Forum. Kareem var valinn besti leikmaður úrslitanna 1971 þegar Milwaukee vann Baltimore Bullets, 4-0. Í úrslitaeinvíginu var Kareem með 27,0 stig, 18,5 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Robertson, sem var þá kominn á efri ár í körfuboltanum, skoraði 23,5 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og Dandridge var með 20,3 stig, 9,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Milwaukee á einn heimaleik eftir á tímabilinu en sjötti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram þar í borg aðfaranótt miðvikudags. Ef þarf verður oddaleikurinn svo í Phoenix aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Khris Middleton skoraði fjörutíu stig í leiknum í nótt, þar af tíu stig í röð undir lok leiks. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar fyrir Milwaukee sem vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21. Milwaukee hefur unnið tvo leiki í röð eftir að Phoenix komst í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram í Phoenix aðfaranótt sunnudags. Klippa: NBA dagsins: 15. júlí Þetta er aðeins í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan 1974 sem Milwaukee er í úrslitum NBA. Hirtirnir urðu meistarar 1971 og töpuðu svo fyrir Boston Celtics í oddaleik í úrslitunum þremur árum seinna. Aðalmennirnir í liði Milwaukee á þessum gullaldarárum voru mættir í Fiserv Forum höllina í nótt og fylgdust með gamla liðinu sínu. Þetta voru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob Dandridge. Þeir tveir fyrstnefndu sátu saman og fengu veglegt lófaklapp þegar þeir voru kynntir í fyrri hálfleik. Treyjur þremenninganna (nr. 1, 10 og 33) hanga uppi í rjáfri í Fiserv Forum. Kareem var valinn besti leikmaður úrslitanna 1971 þegar Milwaukee vann Baltimore Bullets, 4-0. Í úrslitaeinvíginu var Kareem með 27,0 stig, 18,5 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Robertson, sem var þá kominn á efri ár í körfuboltanum, skoraði 23,5 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og Dandridge var með 20,3 stig, 9,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Milwaukee á einn heimaleik eftir á tímabilinu en sjötti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram þar í borg aðfaranótt miðvikudags. Ef þarf verður oddaleikurinn svo í Phoenix aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira