Viðskipti innlent

Íslandsbanki græddi 1,8 milljarða á mánuði

Snorri Másson skrifar
Íslandsbanki er að 65% hluta í eigu ríkisins, restina eiga fjárfestar og einstaklingar.
Íslandsbanki er að 65% hluta í eigu ríkisins, restina eiga fjárfestar og einstaklingar. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki hagnaðist að meðaltali um 1,8 milljarða á mánuði á öðrum ársfjórðungi 2021. Það er umfram væntingar.

Bankinn birti í dag drög að uppgjöri sínu fyrir ársfjórðunginn. Þau benda til þess að hagnaður bankans hafi numið 5,4 milljörðum á mánuðunum þremur og að arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli nemi 11,6%. Í tilkynningu segir að það sé umfram fjárhagsleg markmið bankans.

Þetta er töluvert meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra, þegar hann nam 3,6 milljörðum og sem hlutfall af eigin fé var hann 7,7%.

Skýringin sem gefin er á þessum aukna hagnaði er að virðisrýrnun eigna bankans var metin jákvæð um 1,1 milljarð á ársfjórðungnum, þegar hún var neikvæð um hálfan milljarð á fyrsta ársfjórðungi. Hækkanir á innlendum hlutabréfamörkuðum hafa síðan haft sitt að segja.

Hluthafar í Íslandsbanka eru 24.000 og hann er að 35% hluta í einkaeigu. Hlutafjárútboðið í júní var það stærsta sem farið hefur fram hér á landi og virði bréfa í bankanum hefur aukist um rúm 32% frá því að útboðinu lauk.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×