Neytendur

Salmonella í bananaflögum frá Tiger

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Bananaflögurnar eru framleiddar á Filippseyjum.
Bananaflögurnar eru framleiddar á Filippseyjum. Tiger

Salmonella hefur greinst í bananaflögum sem seldar eru í verslun Tiger á Lauga­vegi. Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur hefur látið stöðva söluna.

Varan hefur nú verið inn­kölluð og eru þeir sem hafa keypt vöruna beðnir að neyta hennar alls ekki og farga eða skila henni til Tiger þar sem hún var keypt.

Varan er fram­leidd í Filipps­eyjum og er seld undir vöru­heitinu Banana chips.

Salmonella getur valdið niður­gangi, kvið­verkjum, ó­gleði, hita og upp­köstum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×