Viðskipti innlent

Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Arion banki hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni.
Arion banki hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni. Vísir/Atli

Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa.

Nú eru því aðeins útibú bankans við Smáratorg og Bíldshöfða eftir á höfuðborgarsvæðinu, auk Fyrirtækjatorgs bankans við Borgartún 19.

Bæði útibú bankans í Kringlunni og við Borgartún 18 lokuðu tímabundið þegar kórónuveirufaraldurinn skall á en hvorugt útibúanna hefur opnað síðan þá.

Óvíst er hvað mun opna í fyrrverandi húsnæði bankans í Kringlunni en hraðbankarnir sem þar voru hafa verið færðir til og eru nú staðsettir fyrir utan World Class í Kringlunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,82
19
670.520
MAREL
1,72
88
883.907
EIM
1,33
9
58.796
ICEAIR
1,1
118
837.465
ISB
0,96
66
237.933

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,27
13
21.740
EIK
-0,81
3
717
BRIM
-0,68
9
151.875
SJOVA
-0,51
10
48.526
HAGA
-0,39
12
340.369
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.