Körfubolti

Íslenski körfuboltinn verður áfram á Stöð 2 Sport

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson ásamt Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar og Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ við undirritun samningsins fyrr í kvöld.
Kjartan Atli Kjartansson ásamt Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar og Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ við undirritun samningsins fyrr í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík og Þór Þorlákshöfn eigast nú við í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar karla. Nú rétt fyrir leik var undirritaður nýr þriggja ára samningur milli Stöðvar 2 Sports og KKÍ.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, undirrituðu samninginn í beinni útsendingu rétt fyrir uppkastið í leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar.

„Við erum að undirrita hérna þriggja ára samning. Körfuboltinn er náttúrulega búinn að vera mjög lengi hér á Stöð 2 Sport,“ sagði Hannes við undirritun samningsins.

„Stöð 2 Sport hefur svo sannarlega lyft grettistaki í því að efla íþróttina okkar á undanförnum áratugum má segja þannig að við erum bara glöð.“

„Inn í þetta erum við líka að bæta 1.deildunum, úrslitakeppni yngri flokka næsta vor og annað. Stöð 2 Sport er bara nánast að taka íslenskan körfubolta á enn eitt stóra levelið,“ bætti Hannes við að lokum.

Íslenski körfuboltinn verður því áfram á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin, í það minnsta.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×