Samstarf

Ævintýraleg útivist með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum

Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Gamla smalaleiðin meðfram Sólheimajökli er afar vinsæl ferð og hentar göngugörpum allt niður í 12 ára aldur.
Gamla smalaleiðin meðfram Sólheimajökli er afar vinsæl ferð og hentar göngugörpum allt niður í 12 ára aldur.

Suðurlandið er risastór kennslustofa í jarðfræði og ævintýraheimur.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Arcanum ævintýraferðir hafa sameinað krafta sína og bjóða upp á spennandi ævintýra- og afþreyingaferðir um Suðurland. Arnar Már Ólafsson, markaðstjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna segir ferðirnar frábærar fyrir fjölskyldufólk.

„Suðurlandið er risastór kennslustofa í jarðfræði þar sem saman fara jöklar, sandur, fjöll og hraun. Það er stórskemmtilegt fyrir krakka að uppgötva og upplifa landið með foreldrum sínum. Við bjóðum fjölbreytt úrval ferða og mikið af fjölskylduvænni afþreyingu,“ segir Arnar en meðal þess sem er í boði eru snjósleðaferðir, fjórhjólaferðir, jökulgöngur og kayaksiglingar.

Fjórhjólaferðirnar tvinna saman skemmtilegan akstur og fjölbreytt landslag en ekið er um Sólheimasand meðfram fjöllum og fjöru.

Snjósleðaferð á Mýrdalsjökli er einstakt ævintýri en ekið er undir leiðsögn fararstjóra upp á jökulinn. Þátttakendur fá allan útbúnað til ferðarinnar, galla og hjálm og ítarlegar leiðbeiningar um meðferð og notkun vélsleða og öryggisreglur áður en haldið er af stað. Útsýni er stórfenglegt yfir Suðurland, austur yfir Mýrdal og Dyrhólaey. 

Útsýni í snjósleðaferðunum er stórfenglegt yfir Suðurland, austur yfir Mýrdal og Dyrhólaey.

Jökulgöngur eru í boði á Sóheimajökli og frá Skaftafelli. Báðar ferðirnar eru þægilegar og fjölskylduvænar og farnar undir leiðsögn reyndra fararstjóra sem leiða hópinn um jökulinn þar sem sjá má stórfenglegt landslag, t.d. vatnssvelgi, bláar og tærar ísmyndanir og jökulsprungur. Ógleymanleg upplifun fyrir unga sem aldna en einnig er boðið upp á meira krefjandi ferðir þar sem þátttakendur fá að klifra í ísnum. 

Jökulgöngurnar eru ógleymanleg upplifun.

Fjórhjólaferðirnar tvinna saman skemmtilegan akstur og fjölbreytt landslag en ekið er um Sólheimasand meðfram fjöllum og fjöru og flugvélarflakið fræga skoðað. Kayakferðirnar sýna Sólheimajökul frá nýju snjóarhorni en siglt er um lónið við rætur jökulsins. Notast er við kayaka sem auðvelt er að stýra og henta byrjendum sem lengra komnum. Þá er hægt að tvinna saman mismunandi ferðir og búa til ógleymanlegan dag.

Ferðalangar upplifa landið á nýjan hátt í fjórhjólaferðum.

„Auk þessa bjóðum við upp á gönguferðir og er Gamla Smalaleiðin meðfram Sólheimajökli stórkostleg ganga,“ segir Arnar. „Göngufólki er ekið upp í 750 metra hæð og svo er gengið niður með jöklinum. Útsýnið yfir Eyjafjallajökul, Sólheimajökul og Suðurströndina er stórbrotið og mikil upplifun. Gangan tekur um sex tíma og vel á færi allt niður í 12 ára göngugarpa,“ segir Arnar og lofar ógleymanlegum degi.

Gönguferðin eftir Gömlu smalaleiðinni er frábær útivist í stórbrotnu landslagi.

„Markmið okkar er að bjóða ávallt upp á bestu ferðirnar, bestu leiðsögumennina og besta verðið. Við höfum allt frá stofnun, eða í tæp 30 ár verið leiðandi í ævintýraferðum um Ísland og erum þekkt fyrir öryggi, gæði og fagmennsku. Undanfarin ár hafa erlendir ferðamenn verið stór hluti okkar viðskiptavina en síðasta ár hafa Íslendingar sannarlega uppgötvað eigið land. Það færir upplifunina á annað stig að ferðast með leiðsögumanni,“ segir Arnar og bendir á að hægt sé að nýta ferðagjöfina hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.

Kayakferðirnar sýna Sólheimajökul frá nýju snjóarhorni en siglt er um lónið við rætur jökulsins.

Hægt er að kynna sér allar ferðir Íslenskra fjallaleiðsögumanna hér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.