Viðskipti innlent

Hafa lokið við stofnun sjö milljarða vísis­sjóðs

Atli Ísleifsson skrifar
Svana Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Frumtak Ventures, Eggert Claessen fjárfestingastjóri, Magnús Þór stjórnarformaður, Rakel Sigurðardóttir fjármálastjóri, Ásthildur Otharsdóttir fjárfestingastjóri og Brynja Eyjólfsdóttir greinandi.
Svana Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Frumtak Ventures, Eggert Claessen fjárfestingastjóri, Magnús Þór stjórnarformaður, Rakel Sigurðardóttir fjármálastjóri, Ásthildur Otharsdóttir fjárfestingastjóri og Brynja Eyjólfsdóttir greinandi. frumtak

Frumtak Ventures hefur lokið við fjármögnun og stofnun nýs sjóðs, Frumtak III, sem er sjö milljarðar að stærð.

Frá þessu segir í tilkynningu en Frumtak Ventures er í dag rekstraraðili tveggja Frumtakssjóða, Frumtaks og Frumtaks II. Fyrsti sjóðurinn var stofnaður árið 2009 og segir að sjóðirnir hafi fjárfest í 21 fyrirtæki frá stofnun.

Nýi sjóðurinn, Frumtak III, er sérhæfður vísisjóður sem muni fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum sem séu á fyrstu stigum fjármögnunar og þyki vænleg til vaxtar á alþjóðlegum mörkuðum.

Ásthildur stýrir

Ásthildur Otharsdóttir, sem bættist nýverið í hóp eigenda og fjárfestingastjóra Frumtaks Ventures, verður sjóðstjóri Frumtaks III, en hún var áður stjórnarformaður félagsins og hefur áður starfað meðal annars hjá Marel og Össuri.

„Frumtak III sérhæfir sig ekki í einstökum greinum og mun fjárfesta með svipuðu sniði og fyrri Frumtakssjóðir með áherslu á hugvitsdrifin tæknifyrirtæki. Þannig hefur Frumtak III að markmiði að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa á að skipa öflugum teymum, sem geta orðið leiðandi á sínu sviði, með mikla möguleika til vaxtar og verðmætasköpunar og geta skilað góðri ávöxtun til fjárfesta.

Frumtak Ventures hefur sett sér sérstaka stefnu í ábyrgum fjárfestingum og mun það hafa áhrif á val á fyrirtækjum í eignasafn sjóðsins. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn muni fjárfesta í 8-10 fyrirtækjum fyrir um 200-500 milljónir í hverju félagi. Fjárfestingatímabil sjóðsins er 5 ár og starfstími 10 ár,“ segir í tilkynningunni um stofnun sjóðsins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
7
139.579
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
KVIKA
-1,67
11
206.022
LEQ
-1,3
1
113
VIS
-1,09
1
40.040
ICEAIR
-1,03
46
153.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.