Viðskipti innlent

Eim­skip falast eftir sátt vegna brota á sam­keppnis­lögum

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsóknin hófst með húsleit í september 2013 í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa.
Rannsóknin hófst með húsleit í september 2013 í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa. Vísir/Vilhelm

Eimskip hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins og óskað eftir formlegum viðræðum um hvort unnt sé að ljúka rannsókn eftirlitsins á samkeppnisbrotum fyrirtækisins með sátt.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins, en rannsókn eftirlitsins hefur beinst að því hvort að Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á mörkuðum fyrir sjóflutninga, flutningsmiðlun og landflutninga og brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum.

„Rannsóknin hófst með húsleit í september 2013 í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa. Önnur húsleit var framkvæmd í júní 2014. Hefur málið verið til samfelldrar rannsóknar og hefur fyrirtækjunum m.a. í tvígang verið gefinn kostur á að tjá sig um frummat eftirlitsins, með útgáfu svokallaðra andmælaskjala.

Fyrirtæki geta á hvaða stigi rannsóknar óskað eftir viðræðum um hvort unnt sé með vísan til 17. gr. f. samkeppnislaga að ljúka rannsókn eftirlitsins á ætluðum brotum fyrirtækisins með sátt, sbr. 22. gr. reglna nr. 880/2005.“

Í tilkynningu eftirlitsins og Eimskips kemur fram að ritað hafi verið undir yfirlýsingu um að leitast verði eftir sátt á miðvikudaginn.

Í sátt samkvæmt samkeppnislögum getur falist að fyrirtæki viðurkenni brot, fallist á að greiða sekt og grípi til aðgerða til að efla samkeppni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,68
15
367.908
HAGA
2,4
11
128.282
MAREL
2,04
8
44.126
FESTI
1,51
7
121.180
SIMINN
1,39
8
319.738

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
1
906
ORIGO
-1,69
2
4.060
ICESEA
-1,18
4
7.891
BRIM
0
1
20
VIS
0
6
80.463
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.