Erlent

Fjöldi vefsíðna lá niðri

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bilun hjá Fastly er sögð ástæðan.
Bilun hjá Fastly er sögð ástæðan. Getty/Igor Golovniov

Vefsíður breska ríkisútvarpsins, CNN, New York Times sem og Amazon, Reddit og Twitch hafa legið niðri í morgun ásamt fjölmörgum öðrum. Þá má sjá röskun á virkni Twitter og Youtube.

Sambandsleysið virðist hnattrænt en á vefsíðunni Down Detector má sjá að tilkynningum um sambandsleysi við hinar ýmsu vefsíður hefur rignt inn síðustu mínútur.

Talið er að ástæðan sé bilun hjá netflutningsnetinu (CDN) Fastly, en þjónustan sér um að dreifa upplýsingum á milli landa.

Á vefsíðu Fastly segir í uppfærslu klukkan 10.44 að nú liggi fyrir hvað hafi bilað og verið sé að vinna að lagfæringum.

Uppfært klukkan 11:19

Lagfæringum virðist lokið og vefsíðurnar aðgengilegar á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×