Kom Suns á kortið en gæti yfirgefið félagið í leit að lengri samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 23:31 Chris Paul í baráttunni gegn Wes Matthews. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, gæti verið á leið frá félaginu en þessi 36 ára gamli leikstjórnandi virðist vilja lengri samning en þann sem Suns er með á borðinu. Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira