„Þetta var í raun bara illa gert hjá mér“ Atli Arason skrifar 22. maí 2021 19:42 Hörður Axel skýtur að körfunni. vísir/anton Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavík, var gífurlega létt eftir fjögurra stiga sigur Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Um tíma leit út fyrir að Keflavík væri að fara að tapa sínum fyrsta heimaleik í vetur en Stólarnir voru yfir langan part leiksins og voru meðal annars með eins stigs forskot og áttu boltann þegar mínúta var eftir af leiknum. „Ég er virkilega ánægður að hafa sloppið frá þessum leik, þeir voru rosalega ‚physical‘ og rosalega góðir. Að sama skapi vorum við mjög flatir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að ræða um það fyrir leik, verandi 2-0 yfir þá er hætta á þessu. Við náum svo að snúa þessu við í þriðja leikhluta með meiri orku í rauninni. Við hækkuðum orkustigið sem var frábært,“ Sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. „Við vorum að framkvæma vel síðustu þrjár til fimm mínúturnar, þar sem við erum að mjólka það sem okkur fannst virka vel í gegnum leikinn. Svo fengum við þau stopp sem við þurftum á að halda.“ Í öðrum leikhluta var Hörður að útskýra fyrir einum dómara leiksins hvað væri villa beint fyrir framan fjölmiðla aðstöðuna, eftir að honum fannst vera brotið á sér undir körfunni. Hörður var spurður út í þessar viðræður hans við dómarann. „Þetta er bara hluti af leiknum, manni finnst alltaf verið brotið á sér. Ég fór yfir það með sjálfum mér í hálfleik að þetta var í raun bara illa gert hjá mér. Ég var mikið að keyra á körfuna og leita af snertingu í stað þess að fara í einföld skot. Ég breytti því í seinni hálfleik,“ svaraði Hörður. Hörður og félagar eru komnir í sjaldséð frí. Ef einhver viðureign átta liða úrslitanna fer alla leið í oddaleik þá fá Keflvíkingar að minnsta kosti viku pásu frá körfubolta. Hörður er samt ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og halda einhvern Eurovision fagnað í kvöld. „Alls ekki. Við erum bara á okkar vegferð. Þótt við séum komnir í gegnum átta liða úrslit þá erum við ekkert komnir þangað sem okkur langar að vera. Við fögnum þegar því takmarki er náð,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður að hafa sloppið frá þessum leik, þeir voru rosalega ‚physical‘ og rosalega góðir. Að sama skapi vorum við mjög flatir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að ræða um það fyrir leik, verandi 2-0 yfir þá er hætta á þessu. Við náum svo að snúa þessu við í þriðja leikhluta með meiri orku í rauninni. Við hækkuðum orkustigið sem var frábært,“ Sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. „Við vorum að framkvæma vel síðustu þrjár til fimm mínúturnar, þar sem við erum að mjólka það sem okkur fannst virka vel í gegnum leikinn. Svo fengum við þau stopp sem við þurftum á að halda.“ Í öðrum leikhluta var Hörður að útskýra fyrir einum dómara leiksins hvað væri villa beint fyrir framan fjölmiðla aðstöðuna, eftir að honum fannst vera brotið á sér undir körfunni. Hörður var spurður út í þessar viðræður hans við dómarann. „Þetta er bara hluti af leiknum, manni finnst alltaf verið brotið á sér. Ég fór yfir það með sjálfum mér í hálfleik að þetta var í raun bara illa gert hjá mér. Ég var mikið að keyra á körfuna og leita af snertingu í stað þess að fara í einföld skot. Ég breytti því í seinni hálfleik,“ svaraði Hörður. Hörður og félagar eru komnir í sjaldséð frí. Ef einhver viðureign átta liða úrslitanna fer alla leið í oddaleik þá fá Keflvíkingar að minnsta kosti viku pásu frá körfubolta. Hörður er samt ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og halda einhvern Eurovision fagnað í kvöld. „Alls ekki. Við erum bara á okkar vegferð. Þótt við séum komnir í gegnum átta liða úrslit þá erum við ekkert komnir þangað sem okkur langar að vera. Við fögnum þegar því takmarki er náð,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46