„Þetta var í raun bara illa gert hjá mér“ Atli Arason skrifar 22. maí 2021 19:42 Hörður Axel skýtur að körfunni. vísir/anton Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavík, var gífurlega létt eftir fjögurra stiga sigur Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Um tíma leit út fyrir að Keflavík væri að fara að tapa sínum fyrsta heimaleik í vetur en Stólarnir voru yfir langan part leiksins og voru meðal annars með eins stigs forskot og áttu boltann þegar mínúta var eftir af leiknum. „Ég er virkilega ánægður að hafa sloppið frá þessum leik, þeir voru rosalega ‚physical‘ og rosalega góðir. Að sama skapi vorum við mjög flatir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að ræða um það fyrir leik, verandi 2-0 yfir þá er hætta á þessu. Við náum svo að snúa þessu við í þriðja leikhluta með meiri orku í rauninni. Við hækkuðum orkustigið sem var frábært,“ Sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. „Við vorum að framkvæma vel síðustu þrjár til fimm mínúturnar, þar sem við erum að mjólka það sem okkur fannst virka vel í gegnum leikinn. Svo fengum við þau stopp sem við þurftum á að halda.“ Í öðrum leikhluta var Hörður að útskýra fyrir einum dómara leiksins hvað væri villa beint fyrir framan fjölmiðla aðstöðuna, eftir að honum fannst vera brotið á sér undir körfunni. Hörður var spurður út í þessar viðræður hans við dómarann. „Þetta er bara hluti af leiknum, manni finnst alltaf verið brotið á sér. Ég fór yfir það með sjálfum mér í hálfleik að þetta var í raun bara illa gert hjá mér. Ég var mikið að keyra á körfuna og leita af snertingu í stað þess að fara í einföld skot. Ég breytti því í seinni hálfleik,“ svaraði Hörður. Hörður og félagar eru komnir í sjaldséð frí. Ef einhver viðureign átta liða úrslitanna fer alla leið í oddaleik þá fá Keflvíkingar að minnsta kosti viku pásu frá körfubolta. Hörður er samt ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og halda einhvern Eurovision fagnað í kvöld. „Alls ekki. Við erum bara á okkar vegferð. Þótt við séum komnir í gegnum átta liða úrslit þá erum við ekkert komnir þangað sem okkur langar að vera. Við fögnum þegar því takmarki er náð,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður að hafa sloppið frá þessum leik, þeir voru rosalega ‚physical‘ og rosalega góðir. Að sama skapi vorum við mjög flatir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að ræða um það fyrir leik, verandi 2-0 yfir þá er hætta á þessu. Við náum svo að snúa þessu við í þriðja leikhluta með meiri orku í rauninni. Við hækkuðum orkustigið sem var frábært,“ Sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. „Við vorum að framkvæma vel síðustu þrjár til fimm mínúturnar, þar sem við erum að mjólka það sem okkur fannst virka vel í gegnum leikinn. Svo fengum við þau stopp sem við þurftum á að halda.“ Í öðrum leikhluta var Hörður að útskýra fyrir einum dómara leiksins hvað væri villa beint fyrir framan fjölmiðla aðstöðuna, eftir að honum fannst vera brotið á sér undir körfunni. Hörður var spurður út í þessar viðræður hans við dómarann. „Þetta er bara hluti af leiknum, manni finnst alltaf verið brotið á sér. Ég fór yfir það með sjálfum mér í hálfleik að þetta var í raun bara illa gert hjá mér. Ég var mikið að keyra á körfuna og leita af snertingu í stað þess að fara í einföld skot. Ég breytti því í seinni hálfleik,“ svaraði Hörður. Hörður og félagar eru komnir í sjaldséð frí. Ef einhver viðureign átta liða úrslitanna fer alla leið í oddaleik þá fá Keflvíkingar að minnsta kosti viku pásu frá körfubolta. Hörður er samt ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og halda einhvern Eurovision fagnað í kvöld. „Alls ekki. Við erum bara á okkar vegferð. Þótt við séum komnir í gegnum átta liða úrslit þá erum við ekkert komnir þangað sem okkur langar að vera. Við fögnum þegar því takmarki er náð,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46