Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 18:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. Í hádeginu höfðu um þrjú hundruð manns skráð sig til þess að stefna bönknunum á síðunni vaxtamálið.is sem var opnuð í morgun. Formaður Neytendasamtakanna telur skilmála lána með breytilegum vöxtum ólögmæta þar sem vaxtabreytingar byggi á huglægum mælikvörðum. „En dómar hafa fallið á þann veg að ef það eru svona einhliða skilmálar um að það megi breyta vöxtum, þá verði það að vera mjög skýrt og hlutlægir mælikvarðar sem sé hægt að sannreyna bæði fyrir fram og eftir á,“ segir Breki Karlsson. Hann telur bankana þannig geta byggt ákvarðanir á geðþótta og nefnir sem dæmi hækkanir með tilliti til rekstrarafkomu banka. „Þetta er í rauninni eitthvað sem bankinn getur ákvarðað. Endurnýjað tölvukostinn eða fjárfest vitlaust í stórum fjárfestingum. Og þá getur hann, miðað við þennan skilmála, dömpað þeim kostnaði á lántakanda og það er ekki í boði.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir bankana hafa talið upplýsingar um lánaskilmála skýrar. „Og það eru gefnar mjög góðar upplýsingar, en spurningin er bara hvort þær séu nægjanlegar,“ segir Katrín og bætir við að það sé hlutverk dómstóla að úrskurða um það nái málið svo langt. Lán með breytilegum vöxtum eru stór hluti lánasafns heimilanna og hvert prósentustig í vöxtum vegur þungt í greiðslubyrði. Katrín segir ómögulegt að segja til um mögulegar endurgreiðslur vegna ofgreiddra vaxta og vísar til þess að vaxtabreytingar síðustu misseri hafi verið til lækkunar. „Það er mjög erfitt að sjá í stóru myndinni hvert tjón neytandas er og hvert umfangið er og hvort það sé tjón yfir höfuð. Það er algjörlega óljóst.“ Íslenskir bankar Neytendur Efnahagsmál Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Í hádeginu höfðu um þrjú hundruð manns skráð sig til þess að stefna bönknunum á síðunni vaxtamálið.is sem var opnuð í morgun. Formaður Neytendasamtakanna telur skilmála lána með breytilegum vöxtum ólögmæta þar sem vaxtabreytingar byggi á huglægum mælikvörðum. „En dómar hafa fallið á þann veg að ef það eru svona einhliða skilmálar um að það megi breyta vöxtum, þá verði það að vera mjög skýrt og hlutlægir mælikvarðar sem sé hægt að sannreyna bæði fyrir fram og eftir á,“ segir Breki Karlsson. Hann telur bankana þannig geta byggt ákvarðanir á geðþótta og nefnir sem dæmi hækkanir með tilliti til rekstrarafkomu banka. „Þetta er í rauninni eitthvað sem bankinn getur ákvarðað. Endurnýjað tölvukostinn eða fjárfest vitlaust í stórum fjárfestingum. Og þá getur hann, miðað við þennan skilmála, dömpað þeim kostnaði á lántakanda og það er ekki í boði.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir bankana hafa talið upplýsingar um lánaskilmála skýrar. „Og það eru gefnar mjög góðar upplýsingar, en spurningin er bara hvort þær séu nægjanlegar,“ segir Katrín og bætir við að það sé hlutverk dómstóla að úrskurða um það nái málið svo langt. Lán með breytilegum vöxtum eru stór hluti lánasafns heimilanna og hvert prósentustig í vöxtum vegur þungt í greiðslubyrði. Katrín segir ómögulegt að segja til um mögulegar endurgreiðslur vegna ofgreiddra vaxta og vísar til þess að vaxtabreytingar síðustu misseri hafi verið til lækkunar. „Það er mjög erfitt að sjá í stóru myndinni hvert tjón neytandas er og hvert umfangið er og hvort það sé tjón yfir höfuð. Það er algjörlega óljóst.“
Íslenskir bankar Neytendur Efnahagsmál Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira