Safna liði í málsókn gegn bönkunum: Stærsta hagsmunamál neytenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:59 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/Vilhelm Neytendasamtökin segja breytilega vexti á lánum ólögmæta og hyggjast stefna bönkunum. Formaður samtakanna segir einhliða vaxtaákvarðanir byggja á matskenndum og huglægum mælikvörðum bankanna. Þetta sé stærsta hagsmunamál neytenda í dag. Neytendasamtökin safna nú liði á nýstofnuðu vefsíðunni Vaxtamálið til þess að aðstoða lántakendur sem þeir telja að hafi verið beittir órétti. Allir sem eru með lán með breytilegum vöxtum, eða hafa greitt slík lán upp á síðustu fjórum árum, eru hvattir til að skrá sig. Samtökin munu fara með þrjú mál sem teljast fordæmisgefandi fyrir dómstóla og aðstoða aðra við að sækja rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að skilmálar flestra lánastofnana vegna breytilegra vaxta séu ólögmætir. „Þetta eru skilmálar sem eru settir fram einhliða af ráðandi aðila og neytendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir eru og þess vegna hafa dómstólar kveðið á um að það þurfi að vera mjög sterkir og hlutlausir mælikvarðar um hvernig vextir taka breytingum,“ segir Breki. Skilmálarnir í reynd séu aftur á móti matskenndir og vaxtaákvarðanir byggi á geðþótta lánastofnana. „Meðal annars er í einhverjum skilmálum sem við höfum séð eru mælikvarðar eins og rekstrarafkoma sem lánastofnanir geta sjálfar haft bein áhrif á.“ Þá fylgi vextirnir ekki alltaf meginvöxtum Seðlabankans. „Við sáum það til dæmis þegar meginvetir seðlabankans lækkuðu fyrir um ári síðan mjög skarpt og voru lágir í langan tíma, þá sáum við að bankarnir tóku sér mjög langan tíma og þurftu í raun skammir frá seðlabankastjóra áður en þeir lækkuðu sína vexti,“ segir Breki og bætir við að því verði áhugavert að sjá hvernig bankarnir bregðist við vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, hvert oftekið prósentustig í vöxtum á þrjátíu milljóna króna láni nemur 300 þúsund krónum á ári. Neytendasamtökunum reiknast til að vextir hafi verið ofteknir um allt að 2,25 prósent, eða um 675 þúsund á ári miðað við sömu forsendur. „Þetta eru verulegir hagsmunir og líklega eitt stærsta hagsmunamál neytenda nú um stundir,“ segir Breki. Hann segir viðbúið að málaferlin taki einhver ár í dómskerfinu en VR og Samtök fjármálafyrirtækja hafi styrkt málareksturinn. Lántakendur greiða ekkert fyrir að taka þátt en vinnist málið verður tekin þóknun. Neytendur Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Neytendasamtökin safna nú liði á nýstofnuðu vefsíðunni Vaxtamálið til þess að aðstoða lántakendur sem þeir telja að hafi verið beittir órétti. Allir sem eru með lán með breytilegum vöxtum, eða hafa greitt slík lán upp á síðustu fjórum árum, eru hvattir til að skrá sig. Samtökin munu fara með þrjú mál sem teljast fordæmisgefandi fyrir dómstóla og aðstoða aðra við að sækja rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að skilmálar flestra lánastofnana vegna breytilegra vaxta séu ólögmætir. „Þetta eru skilmálar sem eru settir fram einhliða af ráðandi aðila og neytendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir eru og þess vegna hafa dómstólar kveðið á um að það þurfi að vera mjög sterkir og hlutlausir mælikvarðar um hvernig vextir taka breytingum,“ segir Breki. Skilmálarnir í reynd séu aftur á móti matskenndir og vaxtaákvarðanir byggi á geðþótta lánastofnana. „Meðal annars er í einhverjum skilmálum sem við höfum séð eru mælikvarðar eins og rekstrarafkoma sem lánastofnanir geta sjálfar haft bein áhrif á.“ Þá fylgi vextirnir ekki alltaf meginvöxtum Seðlabankans. „Við sáum það til dæmis þegar meginvetir seðlabankans lækkuðu fyrir um ári síðan mjög skarpt og voru lágir í langan tíma, þá sáum við að bankarnir tóku sér mjög langan tíma og þurftu í raun skammir frá seðlabankastjóra áður en þeir lækkuðu sína vexti,“ segir Breki og bætir við að því verði áhugavert að sjá hvernig bankarnir bregðist við vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, hvert oftekið prósentustig í vöxtum á þrjátíu milljóna króna láni nemur 300 þúsund krónum á ári. Neytendasamtökunum reiknast til að vextir hafi verið ofteknir um allt að 2,25 prósent, eða um 675 þúsund á ári miðað við sömu forsendur. „Þetta eru verulegir hagsmunir og líklega eitt stærsta hagsmunamál neytenda nú um stundir,“ segir Breki. Hann segir viðbúið að málaferlin taki einhver ár í dómskerfinu en VR og Samtök fjármálafyrirtækja hafi styrkt málareksturinn. Lántakendur greiða ekkert fyrir að taka þátt en vinnist málið verður tekin þóknun.
Neytendur Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur