Safna liði í málsókn gegn bönkunum: Stærsta hagsmunamál neytenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:59 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/Vilhelm Neytendasamtökin segja breytilega vexti á lánum ólögmæta og hyggjast stefna bönkunum. Formaður samtakanna segir einhliða vaxtaákvarðanir byggja á matskenndum og huglægum mælikvörðum bankanna. Þetta sé stærsta hagsmunamál neytenda í dag. Neytendasamtökin safna nú liði á nýstofnuðu vefsíðunni Vaxtamálið til þess að aðstoða lántakendur sem þeir telja að hafi verið beittir órétti. Allir sem eru með lán með breytilegum vöxtum, eða hafa greitt slík lán upp á síðustu fjórum árum, eru hvattir til að skrá sig. Samtökin munu fara með þrjú mál sem teljast fordæmisgefandi fyrir dómstóla og aðstoða aðra við að sækja rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að skilmálar flestra lánastofnana vegna breytilegra vaxta séu ólögmætir. „Þetta eru skilmálar sem eru settir fram einhliða af ráðandi aðila og neytendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir eru og þess vegna hafa dómstólar kveðið á um að það þurfi að vera mjög sterkir og hlutlausir mælikvarðar um hvernig vextir taka breytingum,“ segir Breki. Skilmálarnir í reynd séu aftur á móti matskenndir og vaxtaákvarðanir byggi á geðþótta lánastofnana. „Meðal annars er í einhverjum skilmálum sem við höfum séð eru mælikvarðar eins og rekstrarafkoma sem lánastofnanir geta sjálfar haft bein áhrif á.“ Þá fylgi vextirnir ekki alltaf meginvöxtum Seðlabankans. „Við sáum það til dæmis þegar meginvetir seðlabankans lækkuðu fyrir um ári síðan mjög skarpt og voru lágir í langan tíma, þá sáum við að bankarnir tóku sér mjög langan tíma og þurftu í raun skammir frá seðlabankastjóra áður en þeir lækkuðu sína vexti,“ segir Breki og bætir við að því verði áhugavert að sjá hvernig bankarnir bregðist við vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, hvert oftekið prósentustig í vöxtum á þrjátíu milljóna króna láni nemur 300 þúsund krónum á ári. Neytendasamtökunum reiknast til að vextir hafi verið ofteknir um allt að 2,25 prósent, eða um 675 þúsund á ári miðað við sömu forsendur. „Þetta eru verulegir hagsmunir og líklega eitt stærsta hagsmunamál neytenda nú um stundir,“ segir Breki. Hann segir viðbúið að málaferlin taki einhver ár í dómskerfinu en VR og Samtök fjármálafyrirtækja hafi styrkt málareksturinn. Lántakendur greiða ekkert fyrir að taka þátt en vinnist málið verður tekin þóknun. Neytendur Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Neytendasamtökin safna nú liði á nýstofnuðu vefsíðunni Vaxtamálið til þess að aðstoða lántakendur sem þeir telja að hafi verið beittir órétti. Allir sem eru með lán með breytilegum vöxtum, eða hafa greitt slík lán upp á síðustu fjórum árum, eru hvattir til að skrá sig. Samtökin munu fara með þrjú mál sem teljast fordæmisgefandi fyrir dómstóla og aðstoða aðra við að sækja rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að skilmálar flestra lánastofnana vegna breytilegra vaxta séu ólögmætir. „Þetta eru skilmálar sem eru settir fram einhliða af ráðandi aðila og neytendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir eru og þess vegna hafa dómstólar kveðið á um að það þurfi að vera mjög sterkir og hlutlausir mælikvarðar um hvernig vextir taka breytingum,“ segir Breki. Skilmálarnir í reynd séu aftur á móti matskenndir og vaxtaákvarðanir byggi á geðþótta lánastofnana. „Meðal annars er í einhverjum skilmálum sem við höfum séð eru mælikvarðar eins og rekstrarafkoma sem lánastofnanir geta sjálfar haft bein áhrif á.“ Þá fylgi vextirnir ekki alltaf meginvöxtum Seðlabankans. „Við sáum það til dæmis þegar meginvetir seðlabankans lækkuðu fyrir um ári síðan mjög skarpt og voru lágir í langan tíma, þá sáum við að bankarnir tóku sér mjög langan tíma og þurftu í raun skammir frá seðlabankastjóra áður en þeir lækkuðu sína vexti,“ segir Breki og bætir við að því verði áhugavert að sjá hvernig bankarnir bregðist við vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, hvert oftekið prósentustig í vöxtum á þrjátíu milljóna króna láni nemur 300 þúsund krónum á ári. Neytendasamtökunum reiknast til að vextir hafi verið ofteknir um allt að 2,25 prósent, eða um 675 þúsund á ári miðað við sömu forsendur. „Þetta eru verulegir hagsmunir og líklega eitt stærsta hagsmunamál neytenda nú um stundir,“ segir Breki. Hann segir viðbúið að málaferlin taki einhver ár í dómskerfinu en VR og Samtök fjármálafyrirtækja hafi styrkt málareksturinn. Lántakendur greiða ekkert fyrir að taka þátt en vinnist málið verður tekin þóknun.
Neytendur Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira