Íslendingar berjast um nýja staðsetningarflögu Apple Snorri Másson skrifar 9. maí 2021 15:01 AirTag var kynnt til leiks í síðasta mánuði. Apple Tæknirisinn Apple setti í mánuðinum nýja vöru á markað, Apple AirTag. Um er að ræða lítinn hnapp með staðsetningarflögu sem eigandinn getur sett hvert sem hann vill og fylgst síðan með staðsetningu hans. Þannig getur maður laumað flögunni ofan í tösku, hengt hana í lyklakippu eða fest hana við hjólið sitt, og flett því síðan upp hvenær sem er í smáforriti í símanum hvar hún er staðsett. Apple AirTags er nýr staðsetningarbúnaður fyrir almenning.Apple Varan er komin á markað á Íslandi, meðal annars hjá Macland og Epli. Hjá Macland rauk fyrsta sending út, stykkið á 5.990 krónur. Fjögur stykki eru á 19.990kr. Önnur sending er væntanleg en allt er uppselt í bili í búðinni. Enn eru eintök eftir á lager hjá Epli samkvæmt vefsíðu þeirra og verðið er það hið sama. Apple AirTag er, að því er segir á bloggi Macland, á stærð við freyðitöfluna Treo. Hnappinum má koma fyrir á alls konar munum sem hafa tilhneigingu til að týnast. Reiðhjól hljóta að vera mörgum ofarlega í huga í þessum efnum, enda hefur löngum reynst of fyrirferðarmikið að koma fyrir staðsetningarbúnaði á dýrum reiðhjólum til þess að sporna við þjófnaði. Apple AirTag getur að sögn margra álitsgjafa verið álitlegur kostur í þessum tilgangi. Á sama hátt er hér komin trygging fyrir gæludýr, sem er auðvitað sárt að missa frá sér án þess að fá rönd við reist. Ýmsar efasemdir eru uppi um persónuverndarsjónarmið þegar kemur að AirTags og ljóst að í þeim efnum eru ekki öll kurl komin til grafar. Apple segir að sími manns eigi að fá um það tilkynningu ef hann verður þess áskynja að AirTag sé búið að vera að fylgja manni í ákveðinn tíma. Það á að koma í veg fyrir njósnir með græjunni. Apple Hjólreiðar Gæludýr Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Um er að ræða lítinn hnapp með staðsetningarflögu sem eigandinn getur sett hvert sem hann vill og fylgst síðan með staðsetningu hans. Þannig getur maður laumað flögunni ofan í tösku, hengt hana í lyklakippu eða fest hana við hjólið sitt, og flett því síðan upp hvenær sem er í smáforriti í símanum hvar hún er staðsett. Apple AirTags er nýr staðsetningarbúnaður fyrir almenning.Apple Varan er komin á markað á Íslandi, meðal annars hjá Macland og Epli. Hjá Macland rauk fyrsta sending út, stykkið á 5.990 krónur. Fjögur stykki eru á 19.990kr. Önnur sending er væntanleg en allt er uppselt í bili í búðinni. Enn eru eintök eftir á lager hjá Epli samkvæmt vefsíðu þeirra og verðið er það hið sama. Apple AirTag er, að því er segir á bloggi Macland, á stærð við freyðitöfluna Treo. Hnappinum má koma fyrir á alls konar munum sem hafa tilhneigingu til að týnast. Reiðhjól hljóta að vera mörgum ofarlega í huga í þessum efnum, enda hefur löngum reynst of fyrirferðarmikið að koma fyrir staðsetningarbúnaði á dýrum reiðhjólum til þess að sporna við þjófnaði. Apple AirTag getur að sögn margra álitsgjafa verið álitlegur kostur í þessum tilgangi. Á sama hátt er hér komin trygging fyrir gæludýr, sem er auðvitað sárt að missa frá sér án þess að fá rönd við reist. Ýmsar efasemdir eru uppi um persónuverndarsjónarmið þegar kemur að AirTags og ljóst að í þeim efnum eru ekki öll kurl komin til grafar. Apple segir að sími manns eigi að fá um það tilkynningu ef hann verður þess áskynja að AirTag sé búið að vera að fylgja manni í ákveðinn tíma. Það á að koma í veg fyrir njósnir með græjunni.
Apple Hjólreiðar Gæludýr Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira