Neytendur

Vegan lasagna innkallað vegna skorts á hveitimerkingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekkert kemur fram um hveiti í innihaldslýsingu á Vegan lasagna frá PreppUp.
Ekkert kemur fram um hveiti í innihaldslýsingu á Vegan lasagna frá PreppUp.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti við Vegan lasagna frá PreppUp sem Mealprep ehf. framleiðir.

Ofnæmisvaldurinn hveiti er ekki tilgreindur í innihaldslýsingu vörunnar. Fyrirtækið innkallar vöruna af markaði með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Um er að ræða innköllun á öllum lotum og framleiðsludagsetningum:

Vörumerki: PreppUp

Vöruheiti: Vegan lasagna

Framleiðandi: Mealprep ehf.

Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Allar lotur/dagsetningar

Dreifing: Hagkaup, Nettó, Iceland, Heimkaup, Krambúðin og Kjörbúðin um allt land

Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti. Viðskipavinir með ofnæmi/óþol skulu ekki neyta vörunnar og farga/skila gegn endurgreiðslu til Mealprep ehf. (PreppUp) við Hlíðarsmára 8 í Kópavogi





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×