CrossFit- og samfélagsmiðlastjarnan Edda Falak hrinti af stað bylgju eftir að hafa opinberað skilaboð þar sem hún var harkalega dæmd fyrir að birta mynd af sér á nærfötum.
Metþátttaka í Spurningu vikunnar
Í kjölfarið segist Edda hafa fengið fjöldan allan af skilaboðum frá konum sem segja maka sinn hafa bannað sér eða dæmt sig fyrir að birta myndir af sér fáklæddum á samfélagsmiðlum.
Af því að makinn verður alveg brjálaður. Mér fannst það líka svo skrýtið. Af hverju mátt þú ekki sýna þig þótt þú eigir kærasta. Ég fór einhvern veginn að tengja þetta við Arabalöndin þar sem þú þarft að klæðast búrku. Þú mátt vera í sundi en ekki setja fallega mynd af þér á Instagram.
Út frá þessum umræðum spurðum við lesendur Vísis um þeirra viðhorf til myndbirtingar maka á samfélagsmiðlum og hafa aldrei eins margir tekið þátt í Spurningu vikunnar, eða rúmlega tíu þúsund manns.
Könnunin var kynjaskipt en greinilegt er að lítill sem enginn munur er á viðhorfi kynjanna í þessum málum. Tæplega helmingur lesenda Vísis segja slíkar myndbirtingar vera óviðeigandi.
Nánari niðurstöður* má sjá hér fyrir neðan:
Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum?
- KARLAR
-
- Styð makann minn í að birta þær myndir sem hann vill - 42%
- Mér finnst það óviðeigandi - 44%
- Er ekki viss - 14%
- KONUR
-
- Styð makann minn í að birta þær myndir sem hann vill - 38%
- Mér finnst það óviðeigandi - 44%
- Er ekki viss - 18%
Ertu búin að taka þátt í nýjustu Spurningu vikunnar?
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.