Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 13:08 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Aðsend Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 762 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upplýsingatæknifyrirtækisins Sensa til hins norska Crayon Group AS nam 2,1 milljarði króna á ársfjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins. Tekjur Símans á fyrsta ársfjórðungi hækkuðu um 1,6% og námu 6,4 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Símans var 39,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 59,8% í lok fyrsta ársfjórðungs. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) lækkaði milli ára og nam 2,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann nam 2,6 milljörðum á sama tímabili árið 2020 og lækkar 3,7%. Lægri reikitekjur og aukinn erlendur kostnaður Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að umtalsverð lækkun reikitekna vegna erlendra ferðamanna milli ára og aukning í erlendum kostnaði valdi lækkun EBITDA. Þá hafi fyrsti ársfjórðungur 2020 verið einn sá besti í sögu félagsins. Hann segir að heildartekjur hafi aukist meðal annars vegna aukinnar búnaðarsölu, sem beri þó lága framlegð. Einnig tiltekur hann að tekjur af auglýsingasölu hafi aukist vegna breyttrar og sérsniðinnar þjónustu Símans við auglýsendur sem auðveldi þeim nú að ná til vel skilgreindra markhópa. Skoða framtíð Mílu Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að það hafi nú ráðið fjárfestingabankann Lazard og Íslandsbanka til að ráðleggja um stefnumarkmið og framtíðarmöguleika Mílu. „Mikil og ör þróun hefur átt sér stað síðustu misserin á samsetningu fjarskiptafélaga á alþjóðamörkuðum. Innlendir og erlendir fjárfestar sýna þannig aukinn áhuga á sérhæfingu í fjárfestingum, meðal annars með því að innviðaeignir séu aðskildar frá þjónustufélögum í smásölu,“ er haft eftir Orra sem segir að undanfarin misseri hafi verið unnið markvisst að því að auka sjálfstæði Mílu innan samstæðu Símans. Markaðir Fjarskipti Tengdar fréttir Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32 Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Tekjur Símans á fyrsta ársfjórðungi hækkuðu um 1,6% og námu 6,4 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Símans var 39,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 59,8% í lok fyrsta ársfjórðungs. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) lækkaði milli ára og nam 2,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann nam 2,6 milljörðum á sama tímabili árið 2020 og lækkar 3,7%. Lægri reikitekjur og aukinn erlendur kostnaður Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að umtalsverð lækkun reikitekna vegna erlendra ferðamanna milli ára og aukning í erlendum kostnaði valdi lækkun EBITDA. Þá hafi fyrsti ársfjórðungur 2020 verið einn sá besti í sögu félagsins. Hann segir að heildartekjur hafi aukist meðal annars vegna aukinnar búnaðarsölu, sem beri þó lága framlegð. Einnig tiltekur hann að tekjur af auglýsingasölu hafi aukist vegna breyttrar og sérsniðinnar þjónustu Símans við auglýsendur sem auðveldi þeim nú að ná til vel skilgreindra markhópa. Skoða framtíð Mílu Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að það hafi nú ráðið fjárfestingabankann Lazard og Íslandsbanka til að ráðleggja um stefnumarkmið og framtíðarmöguleika Mílu. „Mikil og ör þróun hefur átt sér stað síðustu misserin á samsetningu fjarskiptafélaga á alþjóðamörkuðum. Innlendir og erlendir fjárfestar sýna þannig aukinn áhuga á sérhæfingu í fjárfestingum, meðal annars með því að innviðaeignir séu aðskildar frá þjónustufélögum í smásölu,“ er haft eftir Orra sem segir að undanfarin misseri hafi verið unnið markvisst að því að auka sjálfstæði Mílu innan samstæðu Símans.
Markaðir Fjarskipti Tengdar fréttir Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32 Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32
Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55