Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Ís­lands­stofu 2021

Atli Ísleifsson skrifar
Ársfundurinn hefst klukkan 14 og stendur til 15.
Ársfundurinn hefst klukkan 14 og stendur til 15. Íslandsstofa

Ársfundur Íslandsstofu verður sýndur í beinni útsendingu frá Hörpu milli klukkan 14 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu segir að Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, muni setja fundinn, en að því loknu muni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra flytja ávarp, auk þess að Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, muni fjalla um Beggja skauta byr.

Þá munu Anna Hallberg, ráðherra utanríkisviðskipta Svíþjóðar og samstarfsráðherra Norðurlanda og Fredrik Fexe, framkvæmdastjóri, Business Sweden, fjalla um samstarf á alþjóðamörkuðum. Einnig munu raddir atvinnulífsins hljóma um stöðu og horfur fjölbreyttra íslenskra útflutningsgreina. 

Eliza Reid forsetafrú stýrir fundinum.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×