Goðumlík frammistaða hjá Grikkjanum í sigri í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 08:01 Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á toppliði Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers. ap/Aaron Gash Milwaukee Bucks sigraði Philadelphia 76ers, 124-117, þegar liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar NBA áttust við í nótt. Milwaukee var mun sterkari aðilinn í leiknum og var yfir allan tímann. Mestur varð munurinn á liðunum 21 stig. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 24 stig og Bobby Portis 23. Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia sem var án Bens Simmons í leiknum í nótt. Giannis, Khris lead @Bucks to win.@Giannis_An34: 27 PTS, 16 REB, 6 AST@Khris22m: 24 PTS, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/rpwT6Gm5wY— NBA (@NBA) April 23, 2021 Eftir þrjátíu leikja fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers gegn Dallas Mavericks. Endurkoma hans dugði þó skammt því Dallas vann fimm stiga sigur, 115-110. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Dallas sem gerir atlögu að sæti í úrslitakeppninni, án þess að þurfa að fara í umspil. Luka leads @dallasmavs to victory.30 PTS | 9 REB | 8 AST | 3 STL pic.twitter.com/ONIW58xYsz— NBA (@NBA) April 23, 2021 Davis skoraði aðeins fjögur stig í endurkomunni og hitti úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 29 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder var með 25 stig og þrettán stoðsendingar. Boston Celtics vann góðan sigur á Phoenix Suns, 99-86. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum. Kemba Walker átti sinn besta leik á tímabilinu fyrir Boston og skoraði 32 stig. Jayson Tatum skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst. Season high-tying 32 for @KembaWalker to lead the @celtics to victory. pic.twitter.com/I8vIVUfHAG— NBA (@NBA) April 23, 2021 Chris Paul stóð upp úr í liði Phoenix með 22 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar. Liðið er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Milwaukee var mun sterkari aðilinn í leiknum og var yfir allan tímann. Mestur varð munurinn á liðunum 21 stig. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 24 stig og Bobby Portis 23. Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia sem var án Bens Simmons í leiknum í nótt. Giannis, Khris lead @Bucks to win.@Giannis_An34: 27 PTS, 16 REB, 6 AST@Khris22m: 24 PTS, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/rpwT6Gm5wY— NBA (@NBA) April 23, 2021 Eftir þrjátíu leikja fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers gegn Dallas Mavericks. Endurkoma hans dugði þó skammt því Dallas vann fimm stiga sigur, 115-110. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Dallas sem gerir atlögu að sæti í úrslitakeppninni, án þess að þurfa að fara í umspil. Luka leads @dallasmavs to victory.30 PTS | 9 REB | 8 AST | 3 STL pic.twitter.com/ONIW58xYsz— NBA (@NBA) April 23, 2021 Davis skoraði aðeins fjögur stig í endurkomunni og hitti úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 29 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder var með 25 stig og þrettán stoðsendingar. Boston Celtics vann góðan sigur á Phoenix Suns, 99-86. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum. Kemba Walker átti sinn besta leik á tímabilinu fyrir Boston og skoraði 32 stig. Jayson Tatum skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst. Season high-tying 32 for @KembaWalker to lead the @celtics to victory. pic.twitter.com/I8vIVUfHAG— NBA (@NBA) April 23, 2021 Chris Paul stóð upp úr í liði Phoenix með 22 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar. Liðið er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira