Körfubolti

Sigur hjá meisturunum og 38 stig Curry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry fór á kostum í nótt.
Curry fór á kostum í nótt. Daniel Shirey/Getty Images

Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt. Meistararnir í LA Lakers unnu öruggan sigur á Brooklyn og Steph Curry var með sýningu í sigri Golden State Warriors.

LA Lakers vann 126-101 sigur á Brooklyn þar sem Andre Drummond fór fyrir meisturunum. Hann gerði 20 stig og tók ellefu fráköst en LeBron James var áfram á meiðslalistanum.

Gary Trent Jr. var ótrúlegur er Toronto Raptors unnu tuttugu stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 135-115, en Gary gerði heil 44 stig. Þar að auki tók hann sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Joel Embiid fór fyrir liði Philadelphia sem lenti ekki í neinum vandræðum með Oklahoma. Joel gerði 27 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Tony Bradley var stigahæstur hjá Oklahoma með sextáns tig.

Stephen Curry var magnaður í liði Golden State Warriors í sigri á Houston Rockets. Lokatölur 125-109 en Curry gerði 38stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. John Wall gerði þrjátíu stig fyrir Houston.

Öll úrslit næturinnar:

Toronto - Cleveland 135-115

LA Lakers - Brooklyn 126-101

Philadelphia - Oklahoma 117-93

Sacramento - Utah 112-128

Houston - Golden State 109-125

Washington - Phoenix 106-134

Detroit - Portland 103-118


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×