Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2021 23:01 KR - Stjarnan í Domino's deild karla veturinn 2019-2020. Vísir/Bára Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira