Phoenix hefur verið sérstaklega gott á útivelli í vetur og unnið sextán af 22 leikjum sínum þar.
Úrslitin í leiknum í Charlotte í gær réðust í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 90-90. Devonte' Graham jafnaði fyrir Charlotte og fékk svo tækifæri til að tryggja heimamönnum sigurinn en skot hans í lokasókn venjulegs leiktíma geigaði.
Í framlengingunni reyndust gestirnir sterkari og unnu hana, 11-7, og leikinn, 97-101.
Devin Booker skoraði 35 stig fyrir Phoenix og var með fjórar af átta þriggja stiga körfum liðsins. Þriggja stiga nýting Phoenix var aðeins tuttugu prósent en það kom ekki að sök.
Chris Paul skoraði sextán stig fyrir Phoenix og DeAndre Ayton var með fjórtán stig og fjórtán fráköst. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.
Graham skoraði þrjátíu stig fyrir Charlotte og Terry Rozier 22. Charlotte er í 5. sæti Austurdeildarinnar.
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Charlotte og Phoenix, Denver Nuggets og Atlanta Hawks og Los Angeles Lakers og Orlando Magic auk flottustu tilþrifa leikja næturinnar.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.