Viðskipti innlent

Vara við til­raunum á auð­kennis­þjófnaði í nafni Borgunar

Atli Ísleifsson skrifar
Einstaklingum er ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax.
Einstaklingum er ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. Vísir/Vilhelm

Einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar, en um er að ræða falska SMS-tilkynningu um að viðkomandi þurfi að staðfesta símanúmer og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í tengslum við raðgreiðslur.

Borgun/SaltPay hefur varað við yfirstandandi tilraunum á auðkennisþjófnaði í nafni Borgunar. Einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar, en um er að ræða falska SMS-tilkynningu um að viðkomandi þurfi að staðfesta símanúmer og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í tengslum við raðgreiðslur. Þetta er ekki raunin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun/SaltPay. Þar segir að aldrei sé beðið um tilefnislausar beiðnir um staðfestingu rafrænna skilríkja eða stafestingu á símanúmeri í gegn um sms eða með símtali.

„Einstaklingum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax.

Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar/SaltPay í síma 560 1600. Tekið skal skýrt fram að Borgun hetur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtæksins er notað í blekkingarskyni.

Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til svika.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×