Viðskipti innlent

Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sigurbjartur Pálsson og Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, kartöflubændur á Skarði í Þykkvabæ.
Sigurbjartur Pálsson og Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, kartöflubændur á Skarði í Þykkvabæ. Einar Árnason

„Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ.

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er sagan sögð af því hvernig Þykkvibær varð höfuðból kartöflunnar á Íslandi. Kartöflubændur segja okkur frá kartöflubúskapnum og vinnunni sem því fylgir að skila henni sem matvöru á borð neytenda.

Bjarnveig Jónsdóttir og Ármann Ólafsson, kartöflubændur í Vesturholtum, segja frá gamla og nýja tímanum við kartöfluupptöku í Þykkvabæ.Einar Árnason

Saga Þykkvabæjar er rakin en byggðin er sögð elsta sveitaþorp á Íslandi. Þykkvbæingar segja okkur frá mannlífinu en sýna okkur einnig sveitahótel, hlöðueldhús, gluggaverksmiðju, kjötvinnslu, gallerí og textílverkstæði.

Hér má sjá ellefu mínútna myndskeið úr þættinum:


Tengdar fréttir

Telur íslenskt lambakjöt henta vel í lamba-salamí

Aflagt sauðfjársláturhús í Þykkvabæ hefur öðlast nýtt hlutverk; sem salamí-gerð að ítölskum hætti. Þar er Ítali meðal annars að þróa salamí úr íslensku lambakjöti.

Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú

Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×