Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna Árni Jóhannsson skrifar 21. mars 2021 21:35 Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik en skammaðist sín fyrir frammistöðuna í kvöld. Vísir/Bára KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag“, sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“ KR Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag“, sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“
KR Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10