Viðskipti innlent

Citi og JP Morgan fengnir til að aðstoða við bankasölu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjármála- og efnahagsráðherra ákvað í lok janúar að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslunnar.
Fjármála- og efnahagsráðherra ákvað í lok janúar að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm

Bankasýsla ríkisins hefur ráðið þrjá leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf.

Frá þessu segir á vef Bankasýslunnar. Þar segir að um sé að ræða Citigroup Global Markets Europe AG („Citi"), J.P. Morgan AG („JP Morgan") og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf.

„Citi og JP Morgan eru leiðandi söluráðgjafar á sviði útboða á hlutabréfum í Evrópu og á heimsvísu ásamt reynslu af íslenskum fjármálamarkaði. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka eru leiðandi á innanlandsmarkaði.

Framangreindir aðilar voru valdir úr hópi 24 aðila sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar. Gert er ráð fyrir frekari ráðningum úr framangreindum hópi í verkefnateymið á næstunni.

Ráðgjafarnir hafa þegar hafið störf,“ segir í tilkynningunni.

Sala á 25 til 35 prósenta hlut

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ákvað í lok janúar að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslunnar. Gert er ráð fyrir því að selja 25 til 35 prósenta hlut í bankanum en hann er nú alfarið í eigu ríkisins.

Þá hefur Bjarni sagt að stefnt verði að því að hluturinn verði í dreifðu eignarhaldi og að hámark verði sett á hlut hvers tilboðsgjafa sem gæti numið 2,5 til 3 prósentum af heildarhlutafé bankans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×