Skatturinn: „Það þarf enginn að fara á límingunum“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:07 Ekki stendur til boða sækja um sérstakan viðbótarfrest að þessu sinni líkt og síðustu ár. Vísir Skilafrestur fyrir skattframtöl einstaklinga rennur út klukkan 23:59 í kvöld og hefur Skatturinn móttekið um 70% af þeim framtölum sem stofnunin á von á. „Það þarf enginn að fara á límingunum þó hann nái þessu ekki í dag einhverja hluta vegna, en það er aðalatriði að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, í samtali við Vísi. Þá sé í góðu lagi að bíða með skilin fram yfir helgi ef þörf er á. Ekki er hægt að sækja um sérstakan viðbótarfrest þetta árið. „Við tökum auðvitað á móti framtölum eins lengi og þau berast, fresturinn er vissulega út daginn í dag en sumir lenda kannski í einhverjum vandræðum og við erum hætt að veita aðstoð um helgar. Ef þú klárar á allra næstu dögum þá gerist ekki neitt, ég get alveg lofað því.“ Starfsmenn fara örþreyttir inn í helgina Þá minnir Elín á að þeir sem njóti aðstoðar fagaðila á borð við endurskoðenda og bókara við skilin hafi frest fram til 1. apríl. Hún segir mikla vertíðarstemningu vera hjá Skattinum á þessum tíma ársins og margir starfsmenn uppgefnir eftir síðustu tvær vikur. Ekki er síður um að ræða álagstíma hjá fagaðilum. Fyrir skömmu fékk vararíkisskattstjórinn þau skilaboð frá vinkonu sinni í faginu að síminn hafi ekki stoppað eftir að Elín ræddi framtalsskil í hádegisfréttum RÚV í dag. Þegar Vísir talaði við hana á fimmta tímanum var búið að skila inn framtölum fyrir um það bil 210 þúsund kennitölur sem er svipað hlutfall og á sama tíma og í fyrra. „Til viðbótar eru einhverjir tugir þúsunda sem skila í gegnum fagaðila og hafa lengri frest. Þetta er bara mjög góð staða. Svo eigum við eftir að fá eitthvað meira inn í dag og svo fáum við örugglega eitthvað yfir helgina líka.“ Skattar og tollar Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
„Það þarf enginn að fara á límingunum þó hann nái þessu ekki í dag einhverja hluta vegna, en það er aðalatriði að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, í samtali við Vísi. Þá sé í góðu lagi að bíða með skilin fram yfir helgi ef þörf er á. Ekki er hægt að sækja um sérstakan viðbótarfrest þetta árið. „Við tökum auðvitað á móti framtölum eins lengi og þau berast, fresturinn er vissulega út daginn í dag en sumir lenda kannski í einhverjum vandræðum og við erum hætt að veita aðstoð um helgar. Ef þú klárar á allra næstu dögum þá gerist ekki neitt, ég get alveg lofað því.“ Starfsmenn fara örþreyttir inn í helgina Þá minnir Elín á að þeir sem njóti aðstoðar fagaðila á borð við endurskoðenda og bókara við skilin hafi frest fram til 1. apríl. Hún segir mikla vertíðarstemningu vera hjá Skattinum á þessum tíma ársins og margir starfsmenn uppgefnir eftir síðustu tvær vikur. Ekki er síður um að ræða álagstíma hjá fagaðilum. Fyrir skömmu fékk vararíkisskattstjórinn þau skilaboð frá vinkonu sinni í faginu að síminn hafi ekki stoppað eftir að Elín ræddi framtalsskil í hádegisfréttum RÚV í dag. Þegar Vísir talaði við hana á fimmta tímanum var búið að skila inn framtölum fyrir um það bil 210 þúsund kennitölur sem er svipað hlutfall og á sama tíma og í fyrra. „Til viðbótar eru einhverjir tugir þúsunda sem skila í gegnum fagaðila og hafa lengri frest. Þetta er bara mjög góð staða. Svo eigum við eftir að fá eitthvað meira inn í dag og svo fáum við örugglega eitthvað yfir helgina líka.“
Skattar og tollar Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira