Lét heimsfaraldur ekki á sig fá og lætur drauminn rætast eftir grænt ljós frá konunni Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 09:01 Róbert Aron Magnússon, Hjalti Vignis og Silli kokkur lofa góðri búllustemningu á Klapparstígnum. Aðsend Síðar í mánuðinum bætist við nýr staður í veitingaflóru Reykjavíkur þegar skyndibitastaðurinn 2Guys opnar á Klapparstíg. Einn eigenda segir langþráðan draum nú loks verða að veruleika og að hann sé bjartsýnn á gengi staðarins þó sumir hafi veigrað sér við að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri. „Mig hefur alltaf langað að gera þetta og svo bara röðuðust stjörnurnar upp einhvern veginn þannig að þetta small allt saman,“ segir Hjalti Vignis. Hann vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun staðarins ásamt tveimur félögum sínum en til stendur að opna 2Guys föstudaginn 19. mars við hliðina á Kalda bar. „Við erum svolítið að stíla inn á amerískt þema og verðum með smash borgara, tvær gerðir af samlokum, pretzellokur í takmörkuðu magni, fullt af osti og ostasósu í bland við geggjaða búllustemningu.“ Svona leit húsnæðið út skömmu eftir að þremenningarnir hófust handa fyrir um einni og hálfri viku. Aðsend Þriggja mánaða reynslutími Auk Hjalta stendur veitingamaðurinn Róbert Aron Magnússon og matreiðslumaðurinn Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins og hann er gjarnan kallaður, að rekstri staðarins. Er þetta í fyrsta skipti sem Hjalti hefur eigin veitingarekstur og segist hann vera heppinn að njóta aðstoðar reynslumikilla manna úr faginu. 2Guys mun taka 25 til 30 manns í sæti og er hugsaður sem svokallaður Pop-up eða uppsprettu veitingastaður sem verður starfræktur í þrjá mánuði til að byrja með. Merki staðarins. Aðsend „Ef við sjáum að conceptið gengur þá höldum við þessu bara áfram. Það er betra að vera lítill og með mikla eftirspurn heldur en stór með hálftóman stað, þannig að þetta ræðst dálítið af því hvernig eftirspurnin verður,“ segir Hjalti en bætir við að þremenningarnir reikni fastlega með því að staðurinn sé kominn til að vera. Þeir byrjuðu að rífa út úr húsnæðinu og endurinnrétta það fyrir um einni og hálfri viku og hafa verið á fullu alla tíð síðan. Undirbúningsferlið fór fljótt af stað og hefur verið þörf á snörum handtökum. „Ég fékk þessa hugmynd, konan sagði bara „go for it“ og ég talaði við Silla til að koma mér á jörðina en hann er jafn hvatvís og ég þannig að við ákváðum að fara í þetta saman. Svo heyrðum við í Robba til að fá húsnæði og annað og þá kom hann inn í þetta líka.“ Það er allt að gerast á Klapparstígnum. Aðsend Mun ekki sjá eftir því að hafa látið á þetta reyna Óhætt er að segja að farsóttin hafi leikið miðbæ Reykjavíkur grátt síðastliðið ár og má nú finna gnótt af tómu húsnæði þar sem áður var blómlegur rekstur. Aðspurður hvort það sé ráðlagt að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri segist Hjalti vera hvergi banginn. „Ef við lítum á staðsetninguna þar sem við verðum á Klapparstíg og miðbæinn þá eru engir ferðamenn hérna en það er fullt af umferð og ef miðbærinn er í lægð þá á hann náttúrulega ekki eftir að gera neitt annað en að spyrna sér aftur upp frá botninum. Ef þetta gengur hjá okkur núna þá er alveg sjálfgefið að þetta eigi eftir að ganga eftir eitt eða tvö ár.“ Skilaboðin hans Hjalta eru að fólk eigi ekki að hika við að gera drauma sína að veruleika og stökkva út í djúpu laugina þrátt fyrir óvissu og mótlæti. „Af því að þetta er húsnæði þar sem var áður starfræktur veitingastaður og það er nánast allt til alls þá er þetta bara spurning um að láta drauminn rætast. Ef hann virkar ekki þá prufaði maður og sér ekki eftir því og ef það virkar þá er það bara frábært.“ Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira
„Mig hefur alltaf langað að gera þetta og svo bara röðuðust stjörnurnar upp einhvern veginn þannig að þetta small allt saman,“ segir Hjalti Vignis. Hann vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun staðarins ásamt tveimur félögum sínum en til stendur að opna 2Guys föstudaginn 19. mars við hliðina á Kalda bar. „Við erum svolítið að stíla inn á amerískt þema og verðum með smash borgara, tvær gerðir af samlokum, pretzellokur í takmörkuðu magni, fullt af osti og ostasósu í bland við geggjaða búllustemningu.“ Svona leit húsnæðið út skömmu eftir að þremenningarnir hófust handa fyrir um einni og hálfri viku. Aðsend Þriggja mánaða reynslutími Auk Hjalta stendur veitingamaðurinn Róbert Aron Magnússon og matreiðslumaðurinn Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins og hann er gjarnan kallaður, að rekstri staðarins. Er þetta í fyrsta skipti sem Hjalti hefur eigin veitingarekstur og segist hann vera heppinn að njóta aðstoðar reynslumikilla manna úr faginu. 2Guys mun taka 25 til 30 manns í sæti og er hugsaður sem svokallaður Pop-up eða uppsprettu veitingastaður sem verður starfræktur í þrjá mánuði til að byrja með. Merki staðarins. Aðsend „Ef við sjáum að conceptið gengur þá höldum við þessu bara áfram. Það er betra að vera lítill og með mikla eftirspurn heldur en stór með hálftóman stað, þannig að þetta ræðst dálítið af því hvernig eftirspurnin verður,“ segir Hjalti en bætir við að þremenningarnir reikni fastlega með því að staðurinn sé kominn til að vera. Þeir byrjuðu að rífa út úr húsnæðinu og endurinnrétta það fyrir um einni og hálfri viku og hafa verið á fullu alla tíð síðan. Undirbúningsferlið fór fljótt af stað og hefur verið þörf á snörum handtökum. „Ég fékk þessa hugmynd, konan sagði bara „go for it“ og ég talaði við Silla til að koma mér á jörðina en hann er jafn hvatvís og ég þannig að við ákváðum að fara í þetta saman. Svo heyrðum við í Robba til að fá húsnæði og annað og þá kom hann inn í þetta líka.“ Það er allt að gerast á Klapparstígnum. Aðsend Mun ekki sjá eftir því að hafa látið á þetta reyna Óhætt er að segja að farsóttin hafi leikið miðbæ Reykjavíkur grátt síðastliðið ár og má nú finna gnótt af tómu húsnæði þar sem áður var blómlegur rekstur. Aðspurður hvort það sé ráðlagt að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri segist Hjalti vera hvergi banginn. „Ef við lítum á staðsetninguna þar sem við verðum á Klapparstíg og miðbæinn þá eru engir ferðamenn hérna en það er fullt af umferð og ef miðbærinn er í lægð þá á hann náttúrulega ekki eftir að gera neitt annað en að spyrna sér aftur upp frá botninum. Ef þetta gengur hjá okkur núna þá er alveg sjálfgefið að þetta eigi eftir að ganga eftir eitt eða tvö ár.“ Skilaboðin hans Hjalta eru að fólk eigi ekki að hika við að gera drauma sína að veruleika og stökkva út í djúpu laugina þrátt fyrir óvissu og mótlæti. „Af því að þetta er húsnæði þar sem var áður starfræktur veitingastaður og það er nánast allt til alls þá er þetta bara spurning um að láta drauminn rætast. Ef hann virkar ekki þá prufaði maður og sér ekki eftir því og ef það virkar þá er það bara frábært.“
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira