Woods með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:07 Frá vettvangi slyssins í gær. Getty/Wally Skalij Golfstjarnan Tiger Woods er með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð sem hann undirgekkst í gærkvöld eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi í Los Angeles. Hinn 45 ára gamli Woods, sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferlinum, var einn í bíl sínum þegar hann lenti í árekstri við annan. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hans í gærkvöldi kom fram að hann hefði hlotið alvarlega áverka á hægri fæti og var hann strax settur í aðgerð. Einn af lögreglumönnunum sem komu fyrstir á vettvang hefur sagt að Woods sé heppinn að vera á lífi miðað við aðkomuna á slysstað. Woods hafi ekki getað staðið í lappirnar en hann hafi verið rólegur og skýr þegar hann sagði til nafns. Tiger Woods er ein skærasta golfstjarna heims.Getty/Jamie Squire Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar í LA, segir ýmislegt benda til þess að Woods hafi ekið yfir hámarkshraða. Slys séu hins vegar ekki óalgeng á þessu svæði þar sem ökumenn eru á leið niður af hæð og þurfa að taka margar krappar beygjur. Villanueva segir Woods hafa ekið á gangstéttarbrún, tré og svo hefði bíllinn oltið nokkrum sinnum. Þá hefðu ekki verið nein ummerki um áfengis- eða vímuefnaneyslu. Woods glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki. Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð og er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið. Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Woods, sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferlinum, var einn í bíl sínum þegar hann lenti í árekstri við annan. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hans í gærkvöldi kom fram að hann hefði hlotið alvarlega áverka á hægri fæti og var hann strax settur í aðgerð. Einn af lögreglumönnunum sem komu fyrstir á vettvang hefur sagt að Woods sé heppinn að vera á lífi miðað við aðkomuna á slysstað. Woods hafi ekki getað staðið í lappirnar en hann hafi verið rólegur og skýr þegar hann sagði til nafns. Tiger Woods er ein skærasta golfstjarna heims.Getty/Jamie Squire Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar í LA, segir ýmislegt benda til þess að Woods hafi ekið yfir hámarkshraða. Slys séu hins vegar ekki óalgeng á þessu svæði þar sem ökumenn eru á leið niður af hæð og þurfa að taka margar krappar beygjur. Villanueva segir Woods hafa ekið á gangstéttarbrún, tré og svo hefði bíllinn oltið nokkrum sinnum. Þá hefðu ekki verið nein ummerki um áfengis- eða vímuefnaneyslu. Woods glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki. Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð og er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið.
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira