„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 13:00 Gylfi Magnússon prófessor við HÍ var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Egill Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira
Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira