Viðskipti innlent

Engin króna fannst í 310 milljóna gjaldþroti Austur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kampavínið flæddi á Austur um árabil en staðurinn var opinn langt fram eftir nóttu þar sem flöskuborð nutu vinsælda.
Kampavínið flæddi á Austur um árabil en staðurinn var opinn langt fram eftir nóttu þar sem flöskuborð nutu vinsælda. Vísir/Vilhelm

Gjaldþrot einkahlutafélagsins 101 Austurstræti, sem rak skemmtistaðinn Austur í miðbæ Reykjavíkur, nam 310 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 7. október síðastliðinn og Sigurður Snædal Júlíusson skipaður skiptastjóri í þrotabúinu.

Skemmst er frá því að segja að ekki fannst ein einasta króna í þrotabúinu upp í lýstar kröfur.

Einkahlutafélagið var síðustu ár í helmingseigu Íranans Gholahomhossein Mohammad Shirazi og fyrirtækisins Alfacom General Trading. Síðarnefnda félagið var til helminga í eigu Effat Kazemi Boland annars vegar og Shirazi hins vegar.

Staðurinn var áður í eigu Ásgeirs Kolbeinssonar og Bakkagranda, félags í eigu Styrmis Þórs Braga­son­ar.

Miklar deilur stóðu um skemmtistaðinn milli Ásgeirs og Kamran Kei­van­lou, sem var í forsvari fyrir félag sem átti hlut í Austur, en báðir höfðu lögfræðinga á sínum snærum og voru deilur fyrirferðamiklar í fjölmiðlum. 

Kærði Ásgeir Kamran meðal annars til lögreglu fyrir hótanir en málið var fellt niður hjá lögreglu að sögn Kamran því enginn fótur hafi verið fyrir hótunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×